Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2022 10:42 Konur grípa víst til hernaðaraðgerða, segir Pútín og bendir á Margaret Thatcher máli sínu til stuðnings. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. „Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira
„Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Sjá meira