Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júní 2022 10:42 Konur grípa víst til hernaðaraðgerða, segir Pútín og bendir á Margaret Thatcher máli sínu til stuðnings. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði. „Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
„Ég vil bara rifja upp atburði nýliðins tíma, þegar Margaret Thatcher ákvað að grípa til hernaðaraðgerða gegn Argentínu vegna Falklandseyja. Þar tók kona ákvörðun um hernaðaraðgerðir,“ svaraði Pútín þegar hann var spurður út í ummælin. „Þannig er það ekki fullkomlega rétt sem forsætisráðherra Bretlands segir um atburðina í dag,“ bætti hann við. Forsetinn lét hins vegar ekki þar við sitja heldur gagnrýndi ákvörðun Thatcher, sem var tekin þegar Argentína gerði tilraun til að taka yfir Falklandseyjar í Suður-Atlandshafi. „Hvar eru Falklandseyjar og hvar er Bretland?“ spurði Pútín. „Aðgerðir Thatcher réðust ekki af öðru en heimsvaldastefnu og löngun eftir því að staðfesta stöðu sína sem heimsveldi.“ Sjálfur hefur Pútín margoft þótt sýna groddaralegan yfirgang og viðleitni til að útvíkka og færa Rússland aftur til dýrðardaga Sovétríkjanna. Má þar nefna innrás hans í Georgíu og Úkraínu og innlimun Krímskaga. Johnson sagði í gær að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væru fullkomið dæmi um „eitraða karlmennsku“ og þá gerðu hann og aðrir leiðtogar G7 grín að karlmennskutilburðum Pútín á fundi ríkjanna fyrr í vikunni.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira