Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2022 19:47 Það myndaðist löng röð fyrir utan dómsalinn þar sem Abdesalam var dæmdur í dag. Mikil öryggisgæsla var á svæðinu en salurinn var sérbyggður fyrir réttarhöldin sem eru ein þau stærstu í sögu Frakklands. AP/Michel Euler Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. Abdeslam er sá eini af þeim tíu sem tóku þátt í árásunum sem er enn á lífi. Hinir níu frömdu annaðhvort sjálfsvíg eða voru skotnir til bana af lögreglu. Abdesalam var með sprengjubelti á sér á árásardaginn en henti því síðan í ruslið og lét félaga sinn keyra sig til Brussel. Hann fannst þar og var handtekinn nokkrum mánuðum síðar. Salah Abdeslam.Belgíska lögreglan Talið er að sprengjuvestið sem Abdesalam var með á sér þetta kvöld hafi bilað og því hann ákveðið að henda því í ruslið og flýja. Hann hélt því þó fram fyrir dómi að hafa hætt við að taka þátt í árásinni á síðustu stundu. Réttarhöldin yfir Abdesalam stóðu yfir í um tíu mánuði og báru hundruð þeirra sem lifðu árásirnar af vitni. Abdesalam mun líklegast eyða restinni af ævi sinni á bak við lás og slá í Frakklandi og getur ekki sótt um reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjátíu ár. Árið 2018 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Belgíu þar sem hann skaut í átt að lögreglumönnunum sem reyndu að handtaka hann árið 2016. Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Abdeslam er sá eini af þeim tíu sem tóku þátt í árásunum sem er enn á lífi. Hinir níu frömdu annaðhvort sjálfsvíg eða voru skotnir til bana af lögreglu. Abdesalam var með sprengjubelti á sér á árásardaginn en henti því síðan í ruslið og lét félaga sinn keyra sig til Brussel. Hann fannst þar og var handtekinn nokkrum mánuðum síðar. Salah Abdeslam.Belgíska lögreglan Talið er að sprengjuvestið sem Abdesalam var með á sér þetta kvöld hafi bilað og því hann ákveðið að henda því í ruslið og flýja. Hann hélt því þó fram fyrir dómi að hafa hætt við að taka þátt í árásinni á síðustu stundu. Réttarhöldin yfir Abdesalam stóðu yfir í um tíu mánuði og báru hundruð þeirra sem lifðu árásirnar af vitni. Abdesalam mun líklegast eyða restinni af ævi sinni á bak við lás og slá í Frakklandi og getur ekki sótt um reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjátíu ár. Árið 2018 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Belgíu þar sem hann skaut í átt að lögreglumönnunum sem reyndu að handtaka hann árið 2016.
Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30