Íslenska liðið mætir Póllandi í dag en þetta er eini leikur liðsins í lokaundirbúningnum fyrir Evrópumótið.
Sara Björk kemur inn á miðjuna með þeim Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur og byrjar sinn fyrsta landsleik frá 1. desember 2020 eða í átján mánuði og 28 daga. Hún er með fyrirliðabandið.
Sif Atladóttir er einnig í byrjunarliði Þorsteins Halldórssonar í dag en þetta lið gefur sterkar vísbendingar um hverjar munu byrja fyrsta leik á Evrópumótinu.
Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir eru áfram miðverðir og Hallbera Guðný Gísladóttir skilar vinstri bakvarðarstöðunni að venju.
Fremstu þrjár eru síðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Byrjunarlið Íslands gegn Póllandi í dag!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 29, 2022
Leikurinn hefst kl. 13:30 og er í beinni útsendingu á RÚV.
Our starting lineup against @pzpn_pl today.#dottir pic.twitter.com/dLcs3OMlWf
Fyrsti leikur Íslands í riðlakeppni EM er gegn Belgíu í Manchester 10. júlí, annar leikurinn gegn Ítalíu 14. júlí, einnig í Manchester, og síðasti leikurinn í riðlinum er svo gegn Frökkum í Rotherham 18. júlí.
Leikur Póllands og Íslands hefst klukkan 13:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.