Ómar Ingi: Tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:00 Ómar Ingi Magnússon fagnar Þýskalandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum hjá Magdeburg eða markverðinum Jannick Green, Matthias Musche og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni. Getty/Ronny Hartmann Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaðurinn í þýsku bundesligunni í vetur, bestu handboltadeild heims. Ómar Ingi varð í öðru sæti í markaskorun og í þriðja sæti í stoðsendingum og hjálpaði Magdeburg að vinna fyrsta meistaratitil sinn í meira en tvo áratugi. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Ómar Inga í gær og ræddi við hann um verðlaunin sem eru ekki aðeins mikil heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenska handknattleik. „Ég er gríðarlega ánægður með það því þetta er góður bónus og flott viðurkenning. Það var mikilvægast fyrir okkur að vinna deildina og það var markmiðið,“ sagði Ómar Ingi Magnússon. En getur Ómar Ingi sagt að þetta hafi komið á óvart? Hann vann yfirburðarkosningu. Ómar Ingi Magnusson lyfti Þýskalandsskildinum eftir sigur Magdeburg.Getty/Martin Rose Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta „Nei ég get eiginlega ekki sagt það. Ég vissi að til þess að við myndum vinna þetta þá yrði ég í stóru hlutverki og þyrfti að spila vel. Mér tókst það í flestum leikjum. Aðalmarkmiðið var að vinna deildina og það tókst. Þetta helst í hendur,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg varð þýskur meistari en tapaði bæði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni á móti Benfica og bikarúrslitaleiknum á móti THW Kiel. „Jú það var svekkjandi að tapa því við ætluðum að vinna þá. Við náðum þeim titlum ekki en fyrir fram var Þýskalandsmeistaratitilinn stærsti titilinn sem við gátum tekið. Það var gott að það tókst. Það verða síðan nóg af titlum í boði á næsta ári,“ sagði Ómar Ingi. Klippa: Ómar Ingi: Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta Verður næstu árin í Magdeburg Ómar Ingi er ekkert á förum frá Magdeburg á næstunni. „Ég verð áfram þar og er með samning til nokkurra ára til viðbótar. Ég stefni á það verða áfram þar,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég hlakka gríðarlega mikið til og það verður forvitnilegt að sjá hvar við stöndum í samanburði við bestu liðin. Ég held við getum valdið usla þar og farið langt ef við höldum rétt á spilunum,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon var kosinn Íþróttamaður ársins í fyrra.MummiLú Mikilvægt að hafa háleit markmið til að halda sér á tánum Ómar Ingi er ríkjandi Íþróttamaður ársins og hefur átt betra ár í ár ef eitthvað er. Rikki spurði hann hvort að hann sé ekki að fara verja titilinn. „Er það ekki. Ég held það. Ég er með háleit markmið og finnst það mikilvægt að hafa háleit markmið sem halda mér á tánum. Ég set pressu á sjálfan mig að gera vel og gera vel helst á hverjum degi,“ sagði Ómar Ingi hlæjandi. Finnst Ómar Inga ekkert skrýtið að hafa verið bestur í sennilega bestu deild í heimi? „Ég held að tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta. Þetta er frábært og ég er gríðarlega stoltur. Hausinn er líka kominn í það hvað maður þar að gera til að vera betri og halda sér á tánum. Ef maður er ekki í þeim hugsunum þá er maður fljótt búinn,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru í baráttunni um markakóngstitilinn.HSÍ Ólafur Stefánsson var hans maður Ómar Ingi var fljótur til svars þegar koma að því að nefna þann sem hann horfði mest upp til á sínum yngri árum. „Óli Stef var minn karl. Ég fékk að hafa hann sem þjálfara líka í stuttan tíma hjá Val og í unglingalandsliði. Hann hefur kennt mér líklega svona áttatíu til níutíu prósent af því sem ég þurfti að læra,“ sagði Ómar Ingi. Ólafur Stefánsson var einmitt í risahlutverki hjá Magdeburg þegar liðið varð síðast þýskur meistari árið 2001. „Svo hefur þetta verið aðallega að vinna í sjálfum mér og vera góður í því. Að geta þekkt hausinn og kollinn á sjálfum sér. Það er ansi stór partur af þessu,“ sagði Ómar Ingi. Fær fimm vikur í frí og ætlar að nýta þær vel Ómar Ingi er nú staddur heima á Íslandi í langþráðu fríi. „Ég bara nýt þess að vera heima á Íslandi. Að vera með fjölskyldunni. Maður er mikið í burtu á tímabilinu og mikið að ferðast. Það er ljómandi að vera með fjölskyldunni sem maður sér ekki allt of oft. Ég ætla njóta þess að vera hérna, slaka á og æfa smá,“ sagði Ómar Ingi. „Ég fer út aftur 20. júlí og er því að fá fimm vikna pásu sem er ljómandi. Ég nýti hana vel,“ sagði Ómar Ingi en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Ómar Ingi Magnússon fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Magdeburg á tímabilinu.Getty/Gualter Fatia Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Ómar Ingi varð í öðru sæti í markaskorun og í þriðja sæti í stoðsendingum og hjálpaði Magdeburg að vinna fyrsta meistaratitil sinn í meira en tvo áratugi. Ríkharð Óskar Guðnason hitti Ómar Inga í gær og ræddi við hann um verðlaunin sem eru ekki aðeins mikil heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenska handknattleik. „Ég er gríðarlega ánægður með það því þetta er góður bónus og flott viðurkenning. Það var mikilvægast fyrir okkur að vinna deildina og það var markmiðið,“ sagði Ómar Ingi Magnússon. En getur Ómar Ingi sagt að þetta hafi komið á óvart? Hann vann yfirburðarkosningu. Ómar Ingi Magnusson lyfti Þýskalandsskildinum eftir sigur Magdeburg.Getty/Martin Rose Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta „Nei ég get eiginlega ekki sagt það. Ég vissi að til þess að við myndum vinna þetta þá yrði ég í stóru hlutverki og þyrfti að spila vel. Mér tókst það í flestum leikjum. Aðalmarkmiðið var að vinna deildina og það tókst. Þetta helst í hendur,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg varð þýskur meistari en tapaði bæði úrslitaleiknum í Evrópudeildinni á móti Benfica og bikarúrslitaleiknum á móti THW Kiel. „Jú það var svekkjandi að tapa því við ætluðum að vinna þá. Við náðum þeim titlum ekki en fyrir fram var Þýskalandsmeistaratitilinn stærsti titilinn sem við gátum tekið. Það var gott að það tókst. Það verða síðan nóg af titlum í boði á næsta ári,“ sagði Ómar Ingi. Klippa: Ómar Ingi: Vissi að ég yrði að spila vel ef við ætluðum að vinna þetta Verður næstu árin í Magdeburg Ómar Ingi er ekkert á förum frá Magdeburg á næstunni. „Ég verð áfram þar og er með samning til nokkurra ára til viðbótar. Ég stefni á það verða áfram þar,“ sagði Ómar Ingi. Magdeburg spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. „Ég hlakka gríðarlega mikið til og það verður forvitnilegt að sjá hvar við stöndum í samanburði við bestu liðin. Ég held við getum valdið usla þar og farið langt ef við höldum rétt á spilunum,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon var kosinn Íþróttamaður ársins í fyrra.MummiLú Mikilvægt að hafa háleit markmið til að halda sér á tánum Ómar Ingi er ríkjandi Íþróttamaður ársins og hefur átt betra ár í ár ef eitthvað er. Rikki spurði hann hvort að hann sé ekki að fara verja titilinn. „Er það ekki. Ég held það. Ég er með háleit markmið og finnst það mikilvægt að hafa háleit markmið sem halda mér á tánum. Ég set pressu á sjálfan mig að gera vel og gera vel helst á hverjum degi,“ sagði Ómar Ingi hlæjandi. Finnst Ómar Inga ekkert skrýtið að hafa verið bestur í sennilega bestu deild í heimi? „Ég held að tólf ára Ómar hefði verið helvíti ánægður með þetta. Þetta er frábært og ég er gríðarlega stoltur. Hausinn er líka kominn í það hvað maður þar að gera til að vera betri og halda sér á tánum. Ef maður er ekki í þeim hugsunum þá er maður fljótt búinn,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson voru í baráttunni um markakóngstitilinn.HSÍ Ólafur Stefánsson var hans maður Ómar Ingi var fljótur til svars þegar koma að því að nefna þann sem hann horfði mest upp til á sínum yngri árum. „Óli Stef var minn karl. Ég fékk að hafa hann sem þjálfara líka í stuttan tíma hjá Val og í unglingalandsliði. Hann hefur kennt mér líklega svona áttatíu til níutíu prósent af því sem ég þurfti að læra,“ sagði Ómar Ingi. Ólafur Stefánsson var einmitt í risahlutverki hjá Magdeburg þegar liðið varð síðast þýskur meistari árið 2001. „Svo hefur þetta verið aðallega að vinna í sjálfum mér og vera góður í því. Að geta þekkt hausinn og kollinn á sjálfum sér. Það er ansi stór partur af þessu,“ sagði Ómar Ingi. Fær fimm vikur í frí og ætlar að nýta þær vel Ómar Ingi er nú staddur heima á Íslandi í langþráðu fríi. „Ég bara nýt þess að vera heima á Íslandi. Að vera með fjölskyldunni. Maður er mikið í burtu á tímabilinu og mikið að ferðast. Það er ljómandi að vera með fjölskyldunni sem maður sér ekki allt of oft. Ég ætla njóta þess að vera hérna, slaka á og æfa smá,“ sagði Ómar Ingi. „Ég fer út aftur 20. júlí og er því að fá fimm vikna pásu sem er ljómandi. Ég nýti hana vel,“ sagði Ómar Ingi en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Ómar Ingi Magnússon fagnar einu af fjölmörgum mörkum sínum fyrir Magdeburg á tímabilinu.Getty/Gualter Fatia
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira