Dómstóll í Póllandi bannar „svæði án hinsegin fólks“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 23:55 Frá gleðigöngu á hinsegin dögum í Varsjá í síðustu viku. Hinsegin fólk í Póllandi hefur átt undir högg að sækja síðustu ár. Getty Æðsti áfrýjunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjögur svokölluð „svæði án hinsegin fólks“ (e. LGBT-free zones) séu ólögleg og skuli afnema. Baráttufólk fagnar niðurstöðunni sem sigri mannréttinda og lýðræðis. Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur versnað síðustu mánuði, að sögn baráttusamtaka þar í landi. Þessi niðurstaða er því kærkomin fyrir hinsegin samfélag landsins. Nokkur sveitarfélög í Póllandi samþykktu árið 2019 ályktanir sem þau sögðu „laus við hugmyndafræði hinsegin samfélagsins“. Innan Póllands, hvar yfirgnæfandi meirihluti íbúa er kaþólskur, hefur sú skoðun verið viðtekin að réttindi hinsegin fólk vegi að kristnum gildum. Svonefnd „svæði án hinsegin fólks“ miðuðu að því að banna það sem sveitarfélög kölluðu upphafningu samkynhneigðar, sérstaklega innan skóla. Þessar samþykktir hrintu af stað atburðarrás sem endaði með því að Framkvæmdarstjórn ESB lýsti því yfir að svæðin gætu gengið í berhögg við lög Evrópusambandsins sem kveða á um að engum megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Látið var reyna á lögmæti svæðanna fyrir lægri dómstólum þar sem níu slík svæði voru bönnuð en mál fjögurra svæða rötuðu til æðsta áfrýjunardómstóls sem kvað endanlega á um ólögmæti þeirra í dag. „Dómurinn er stór sigur fyrir lýðræðið, mannréttindi og mannvirðingu“ skrifa samtök Póllands gegn hómófóbíu á samfélagsmiðlum. Pólland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur versnað síðustu mánuði, að sögn baráttusamtaka þar í landi. Þessi niðurstaða er því kærkomin fyrir hinsegin samfélag landsins. Nokkur sveitarfélög í Póllandi samþykktu árið 2019 ályktanir sem þau sögðu „laus við hugmyndafræði hinsegin samfélagsins“. Innan Póllands, hvar yfirgnæfandi meirihluti íbúa er kaþólskur, hefur sú skoðun verið viðtekin að réttindi hinsegin fólk vegi að kristnum gildum. Svonefnd „svæði án hinsegin fólks“ miðuðu að því að banna það sem sveitarfélög kölluðu upphafningu samkynhneigðar, sérstaklega innan skóla. Þessar samþykktir hrintu af stað atburðarrás sem endaði með því að Framkvæmdarstjórn ESB lýsti því yfir að svæðin gætu gengið í berhögg við lög Evrópusambandsins sem kveða á um að engum megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Látið var reyna á lögmæti svæðanna fyrir lægri dómstólum þar sem níu slík svæði voru bönnuð en mál fjögurra svæða rötuðu til æðsta áfrýjunardómstóls sem kvað endanlega á um ólögmæti þeirra í dag. „Dómurinn er stór sigur fyrir lýðræðið, mannréttindi og mannvirðingu“ skrifa samtök Póllands gegn hómófóbíu á samfélagsmiðlum.
Pólland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57