Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2022 12:35 Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Arnar Halldórsson Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13