Gögnin segja ólíklegt að Ísland nái upp úr sínum riðli á EM Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 13:30 Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær og mætir Póllandi í vináttulandsleik á morgun. Fyrsti leikur á EM er sunnudaginn 10. júlí klukkan 16. vísir/vilhelm Það eru 29% líkur á að Ísland komist upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta en afar ólíklegt er að liðið komist lengra en það. Innan við 1% líkur eru á að Íslendingar fagni Evrópumeistaratitli um verslunarmannahelgina. Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í spálíkani íþróttagreiningadeildar hins virta, belgíska háskóla KU Leuven. Með því að nýta úrslit leikja landsliðanna sextán sem spila á EM, og gefa þeim vægi eftir tegund leikja, styrk andstæðinga og dagsetningu, var niðurstaðan sú eftir 20.000 ítranir að sænska landsliðið væri líklegast til að verða Evrópumeistari. Samkvæmt úttektinni eru 27% líkur á að Svíar verði Evrópumeistarar og 24% líkur á að Frakkar, sem leika í riðli með Íslandi, landi titlinum í fyrsta sinn. Spánn (14%), England (14%) og Holland (10%) koma næst á eftir en önnur lið eru ekki talin sérstaklega líkleg til að landa titlinum. Taldar eru 29% líkur á að Ísland komist áfram í 8-liða úrslit en 71% líkur á að liðið ljúki keppni 18. júlí.Skjáskot/dtai.cs.kuleuven.be Ísland nefnt sem eitt liðanna sem gætu komið á óvart Í bloggfærslu á vef KU Leuven er Ísland þó nefnt sem eitt fjögurra liða sem gætu óvænt landað titlinum og bent á að liðið treysti á að hin efnilega Sveindís Jane Jónsdóttir nái að láta ljós sitt skína. Ísland leikur í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi og aðeins tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit. Yfirgnæfandi líkur, eða 93%, eru taldar á því að Frakkar komist upp úr riðlinum. Ítalir eru svo einnig taldir talsvert líklegri en Íslendingar til að komast áfram en 62% líkur eru á að Ítalía fari í 8-liða úrslit og 29% líkur á að Ísland geri það. Aðeins 16% líkur eru taldar á því að Belgía, heimaland KU Leuven, komist áfram. Sex prósent líkur eru á því að Ísland komist í undanúrslit og 2% líkur á að liðið komist í úrslitaleikinn. Mestu sigurlíkurnar fyrir Ísland eru gegn Belgíu í fyrsta leik, 10. júlí, eða 47%. Taldar eru 26% líkur á sigri gegn Ítalíu 14. júlí en 11% líkur á sigri gegn Frakklandi 18. júlí. Íslenska landsliðið hélt af landi brott í gær. Áður en að EM kemur mun Ísland spila vináttulandsleik gegn Póllandi ytra á morgun, klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Úrslitin úr þeim leik sem og öðrum leikjum fram að EM og á meðan á EM stendur verða nýtt til að uppfæra spálíkan KU Leuven háskólans.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31 Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01 Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Sjá meira
Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí. 27. júní 2022 12:31
Mikil bjartsýni á meðal sérfræðinganna fyrir EM Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru fullir bjartsýni fyrir hönd íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta sem hefur leik á EM í Englandi 10. júlí. 24. júní 2022 16:01
Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. 23. júní 2022 08:01