Hylur einn Harry með öðrum
„Þetta er bæði snarl og gjöf,“ segir Corden í myndbandinu þar sem hann ber fram úrval af ávöxtum fyrir forsetann. Úrvalið inniheldur súkkulaðihúðuð jarðarber, ananasfiðrildi og litlar „melónukúlur“.
„Ég ætla aðeins að flikka upp á staðinn á meðan þú slakar á,“
segir James í klippunni. Hann mætti einnig með innrammaða mynd af sér og Harry Styles sem hann ákvað að skella beint yfir styttuna af Harry S. Truman. Forsetinn er ekki sáttur með framkomuna á Harry Truman og segir við James: „Þú huldir Harry Truman?“ James svarar þá í glensi:
„Hylja einn Harry með öðrum Harry, það er það sem ég er að segja. Mér finnst það birta upp á staðinn skilurðu mig?“
Coming up this week on #LateLateLondon: @JKCorden "helps out" around The @WhiteHouse! pic.twitter.com/TTcbLKzaF0
— The Late Late Show with James Corden (@latelateshow) June 27, 2022
Ár eftir sem þáttastjórnandi
James hefur gefið það út að hann muni hætta í þáttunum fyrir næsta sumar og virðist vera að njóta þess að uppfylla allar hugmyndirnar sínar eins og að skreyta í Hvíta húsinu. Hann tók við sem þáttastjórnandi The Late Late Show árið 2015 og virðist ætla að hætta á toppnum.
„Ég var mjög, mjög ákveðinn því að þátturinn myndi ekki vera of lengi í gangi á nokkurn hátt og að við myndum alltaf vita hvenær við ættum að hætta. Að við myndum alltaf vita hvenær við ættum að hætta á toppnum, því ég held að það sé mjög mikilvægt.“