Því eiga yfirvöld í stökustu erfiðleikum með að standa skil á skuldum ríkisins og eru nú í viðræðum um eftirgjöf skulda við lánadrottna.
Næstu tvær vikurnar fær enginn aðgang að eldsneyti nema tæki sem notuð eru í almenningssamgöngum, sjúkrabílar og flutningabílar með matvæli.
Skólum í borgum landsins hefur verið lokað og allir landsmenn eiga að vinna heiman frá sér, en 22 milljónir búa á Sri Lanka.
Þá eru einnig í gangi viðræður við yfirvöld í Katar og Rússlandi um kaup á olíu og bensíni með afslætti en skorturinn er slíkur að aðeins níu þúsund tonn af díselolíu eru til í landinu og um sex þúsund tonn af bensíni.