Glódís Perla stjarnan í nýju EM-auglýsingunni: Mikið í boði úti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Nýja Sjálandi á SheBelievesCup. Getty/Ric Tapia Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir viðurkennir að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikil vinna færi að gera auglýsingu. Glódís er í aðalhlutverki í nýrri EM-auglýsingu N1. Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Sjá meira