Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Snorri Másson skrifar 28. júní 2022 16:27 Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa. Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar mun líða lengri tími en óttast var þar til verðbólgan kemst aftur nær verðbólgumarkmiðunum; ásættanleg verðbólga er um 2,5%. Á þessu ári er verðbólgan um 7,5%, á því næsta 4,9%, árið 2024 verður hún um 3,3% en fyrst árið 2025 eru bundnar vonir við að hún nálgist verðbólgumarkmiðið. Stöð 2 Það eru ekki pítsur sem eru að drífa verðbólguna áfram hér á landi, heldur einkum húsnæði sem hækkar sögulega mikið í hverjum mánuði. Á ársgrundvelli hefur verðið verið að hækka um allt að 20% á höfuðborgarsvæðinu. „Það er alveg ljóst að við erum fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir vonbrigði að fyrstu kaupendum sé gert erfiðara fyrir. Hún bendir á að húsnæðismarkaðurinn sé helsti þátturinn sem drífi verðbólguna innanlands.Vísir/Egill Án húsnæðisliðarins væri verðbólgan ekki í 7,5% heldur 5,5%. „Það sem við getum stýrt hérna á Íslandi er húsnæðismarkaðurinn. Við lendum alltaf þar. Hann er að valda okkur þvílíkum vandræðum og það hefur legið fyrir árum saman,“ segir Drífa. Drífa segir að vandamálið sé of lítið framboð en of mikil eftirspurn er líka talin vandamál. Seðlabankinn reynir nú að stemma stigu við hækkunum á markaðnum með því að gera ríkari kröfur um eigið fé til fyrstu kaupenda, þeir þurfa nú 15% innborgun. Sem seðlabankastjóri hefur sagt að geti þýtt að fleiri þurfi áfram að dvelja í foreldrahúsum - eða á leigumarkaði. „Okkur finnst mjög slæmt þegar það er verið að þrengja að nýjum kaupendum að komast út á fasteignamarkað. Nógu erfitt var það nú fyrir með hækkandi húsnæðisverði. Við þurfum að byggja, þannig að fólk þurfi ekki að fresta lífinu og geti farið að skipuleggja líf sitt sem fullorðnar manneskjur,“ segir Drífa.
Efnahagsmál Stéttarfélög Verðlag Fjármál heimilisins Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16 Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13 „Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. 27. júní 2022 13:16
Hráolíuverð heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun. 24. júní 2022 11:13
„Þetta er mjög óþægilegt“ Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana. 22. júní 2022 21:10