Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 15:26 Zaniar Matapour, sem skaut tvo til bana á aðfaranótt laugardags, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Rodrigo Freitas/Getty Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Bannað að eiga samskipti Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yfirheyrður, nema upptaka af yfirheyrslunni yrði birt opinbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig. Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Hætta við stuðningsfund Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn. Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Tengdar fréttir Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Bannað að eiga samskipti Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yfirheyrður, nema upptaka af yfirheyrslunni yrði birt opinbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig. Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Hætta við stuðningsfund Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn. Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Tengdar fréttir Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28