Um tuttugu prósent fleiri sóttu um leikskólakennaranám Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 13:07 Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir er dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Um tuttugu prósent aukning er í umsóknum í nám leikskólakennarafræði milli ára en sjötíu leikskólakennarar tóku við brautskráningarskírteinum sínum þann 25. júní síðastliðinn, sem er veruleg aukning frá síðustu árum. Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar. Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira
Alls bárust 5.051 umsókn um grunnnám í Háskóla Íslands og þar af um 670 umsóknir um grunnnám á Menntavísindasviði HÍ. Þar af sóttu 110 um nám í leikskólakennarafræði. Það er um tuttugu prósent aukning frá síðasta ári. Forseti Menntavísindasviðs, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, fagnar aukinni aðsókn í leikskólakennaranám og segir það brýnt hagsmunamál fyrir samfélagið allt að fjölga leikskólakennurum. Kolbrún Þ. Pálsdóttir er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur átt í miklu samtali við leikskólavettvanginn síðustu ár sem hefur verið okkur mikilvægt til þróunar námsins. Þá hefur samstarf háskólanna og vettvangs, m.a. UTÍS-hópsins, um átakið Komdu að kenna verið afar farsælt. Auk þess stendur meistaranemum til boða fleiri valkostir með nýrri MT-gráðu og þá stendur yfir innleiðing á raunfærnimati þar sem hæfni og þekking úr starfi er metin til einingabærs náms. Allir þessir mikilvægu þættir hafa verið unnir í þéttu samstarfi háskóla, vettvangs, sveitarfélaga og stjórnvalda. Það, fyrst og fremst, hefur skilað frábærum árangri og fjölgun leikskólakennara,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu um málið. Mikill hagur fyrir leikskóla að hafa nema í vinnu Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, dósent og umsjónarmaður námsleiðar í leikskólakennarafræðum, við Háskóla Íslands segir þessa aukningu hafa mikla þýðingu fyrir leikskólasamfélagið. „Það er mjög mikilvægt að í leikskólum starfi leikskólakennarar og að þeir hafi þá fagþekkingu sem til þarf bæði upp á gæði starfsins og menntunar yngstu barnanna. Langflestir leikskólakennaranemar starfa í leikskóla samhliða náminu sem getur verið mikill hagur fyrir leikskólann. Að hafa starfandi nemendur ýtir oft undir faglegt samtal inn í skólanum því neminn er að ígrunda starfið, kemur gjarnan með krefjandi spurningar og á í lifandi samtali við samstarfsfélaga um starfið,“ segir hún. Brautskráðum úr leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands hefur fjölgað með hverju árinu síðastliðin þrjú ár. Árið 2020 brautskráðust 21 leikskólakennaranemar, árið 2021 brautskráðust 49 og í ár 70 kandídatar.
Háskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Sjá meira