Ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 22:54 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki tilefni til að lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldurs apabólu að svo stöddu. Getty/Nikos Pekiaridis Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að ekki þurfi að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs apabólu. Það þurfi hins vegar að fylgjast grannt með faraldrinum sem hefur brotist út í meira en 50 löndum. Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP. Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Í yfirlýsingu á laugardag, sagði neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), að margir þættir faraldursins væru óvenjulegir og það þyrfti að viðurkenna að apabóla, sem er landlæg í mörgum Afríkuríkjum, hafi verið afskipt í mörg ár. „Þrátt fyrir að nokkrir meðlimir hafi lýst yfir frábrugðnum skoðunum, ákvað nefndin samhljóða að ráðleggja yfirmanni WHO að á þessu stigi skyldi ekki lýsa því yfir að faraldurinn fæli í sér alþjóðlegt neyðarástand,“ sagði WHO í yfirlýsingu sinni. Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, kallaði saman neyðarnefnd stofnunarinnar á fimmtudag eftir að hafa lýst yfir áhyggjum yfir faraldri apabólu í löndum þar sem enn hafa ekki greint frá smitum af völdum sjúkdómsins. Apabóla herjað á Afríku í áratugi „Það sem gerir núverandi faraldur að sérstöku áhyggjuefni er hröð áframhaldandi útbreiðsla í nýjum löndum og svæðum og áhættan á frekari, viðvarandi smitum hjá viðkvæðum hópum sem innihalda fólk sem er ónæmisbæklað, óléttar konur og börn,“ sagði yfirmaður WHO. Apabóla hefur herjað á Mið- og Vestur-Afríku í áratugi en þar til í síðasta mánuði hafði sjúkdómurinn ekki verið þekktur fyrir að valda faröldrum í mörgum löndum á sama tíma né hjá fólki sem hefði engin tengsl við álfuna gegnum ferðalög. Í þessari viku staðfesti WHO meira en 3.200 smit apabólu í um 40 löndum sem hafa ekki áður greint frá sjúkdómnum. Stærstur hluti tilfellanna er hjá mönnum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða stunda mök með öðrum mönnum. Yfir 80 prósent þessara tilfella voru í Evrópu. Nánar má lesa um yfirlýsingu WHO í frétt AP.
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
„Eigingjörn nálgun getur haft skaðlegar afleiðingar síðar meir“ Tilfellum apabólu fjölgar nú hratt í Evrópu og er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni. 20. júní 2022 07:01
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29