Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 10:16 Blóm og fáni í litum hinsegin fólks á vettvangi skotárasarinnar í Osló í morgun. AP/Mosvold Larsen/NTB Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Tveir voru skotnir til bana og tíu særðir í skotárásinni sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Norska blaðið VG segir að maðurinn sé 42 ára gamall norskur ríkisborgari sem kom til Noregs sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Á blaðamannafundi um skotárásina í morgun sagði Christian Hatlo frá lögreglunni í Osló, að árásarmaðurinn hafi hlotið sakadóma fyrir tiltölulega minniháttar glæpi, þar á meðal fyrir vörslu fíkniefna árið 2016. Brotið hafi þó verið framið tæpum áratugi fyrr. Hann var fyrst dæmdur fyrir aðild að stunguárás á skólaballi á næturklúbbi í Osló árið 1999. Hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm en hann var þá enn á framhaldsskólalaldri. Áfrýjunardómstóll sýknaði hann ári síðar þar sem ekki var talið sannað að hann hefði haldið á hnífnum sem var notaður. Hann var þó dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás. Áfrýjunardómstóllinn tók tillit til ungs aldurs hans og „augljósra geðrænna vandamála“. Fyrir þremur árum var maðurinn handtekinn vegna gruns um tilraun til manndráps, ólöglegs skotvopnaburðs og að ganga með hníf á almannafæri. Honum var sleppt eftir aðeins nokkra daga þvert á vilja ákæruvaldsins. Áfrýjunardómstóll taldi grun lögreglu ekki nógu vel rökstuddan. Sterkur grunur um hatursglæp Árásarmaðurinn hefur einni sinni breytt um nafn og hefur verið á örorkubótum frá árinu 2013. Lögreglan sagði á fundinum í morgun að ein tilgátan væri að geðrænt ástand hans gæti skýrt árásina. Rannsókn á því væri þó skammt á veg komin. Hins vegar teldi lögreglan nokkuð sterkan grundvöll fyrir þeirri tilgátu að um hatursglæp hafi verið að ræða þar sem árásin var framin við skemmtistað sem er þekktur fyrir að vera vinsæll á meðal samkynhneigðra. „Heildarmat okkar er að það sé ástæða til að telja að hann hafi viljað valda alvarlegum ótta í samfélaginu,“ sagði Hatlo, að því er AP-fréttastofan hefur eftir honum. Gleðigangan í Osló átti að fara fram í dag en skipuleggjendur hennar aflýstu henni og tengdum viðburðum að ráðleggingum lögreglunnar. Norska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi myndband af óttaslegnu fólki hlaupa um götu miðborgarinnar á meðan skothvellir heyrðust í bakgrunni. Lögreglan lagði hald á tvö skotvopn. Hatlo sagði að skotvopnin væru ekki nútímaleg en fór ekki út í frekari smáatriði um þau.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Tengdar fréttir Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Sjá meira
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28