„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2022 15:30 Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju. Café Pysja Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi. Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Á sýningunni er ég að reyna að ná fram tilfinningunni um sumar og afslappað andrúmsloft. Augnablik og póstkort frá sólríku sumarfríi í Póllandi. Svo var ég á sama tíma með málverk frá rómantíska myndlistar tímabilinu og Impressionisma í huga. View this post on Instagram A post shared by p sja / p . a (@cafepysja) Áttu auðvelt með að yfirfæra erótík inn í list þína? Ég held að það séu tveir megin þættir sem hafa áhrif á lokaútkomuna, ljósmyndin og sjónarhorn áhorfenda, það er hvernig þeir túlka myndirnar mínar. Sama ljósmyndin af nöktu viðfangsefni getur verið ó-erótísk fyrir einum og erótísk fyrir öðrum. Þú getur sem dæmi tekið mynd af blómum sem erótísk, eins og í Araki, og nektarmyndir af fólki sem eru ekki erótískar. Myndatakan sjálf og staðurinn hefur áhrif á myndina og mikilvægast af öllu er karakter fyrirsætunnar. Sumar myndir búa yfir erótískari víbrum en aðrar og það gerist náttúrulega. View this post on Instagram A post shared by Mateusz Hajman (@hajman_) Hvenær byrjaðir þú að mynda nekt og af hverju valdirðu það viðfangsefni? Ég byrjaði að taka myndir af nöktu fólki í ljósmynda tímum í listnámi þegar ég var í menntaskóla. Ég þurfti að ná fram eins mínimalískum formum og mögulegt var, ekkert óþarfa eins og til dæmis föt máttu vera á myndinni. View this post on Instagram A post shared by Mateusz Hajman (@hajman_) Svo áttaði ég mig fljótlega á því að mér finnst skemmtilegra að taka myndir á meðan að fyrirsætur eru að skipta um föt eða bara að hvíla sig á milli svona alvöru pósa. Út frá því breytti ég staðsetningu myndanna frá stúdíóinu yfir á venjuleg heimili og úti í náttúrunni. View this post on Instagram A post shared by Mateusz Hajman (@hajman_) Annars hef ég alltaf elskað að teikna og mála og einblíndi gjarnan á útlínur og lögun fólks. Ég var líka mjög hrifinn af listamönnum sem máluðu fólk og nekt eins og Modigliani, Renoir og fleiri sem ég lærði um í skólanum. Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér. Hvernig hafa viðbrögðin verið við verkunum þínum? Ég held að almennt séð sé fólk hrifið af þeim. Stundum koma verkin þeim á óvart af því þau kannast kannski við göturnar sínar eða vini sína í myndunum mínum. En ég er mjög glaður því fyrirsætur eru að hafa samband af því þær vilja sitja fyrir á myndunum mínum og eru almennt mjög ánægðar með útkomuna. Það er frábært að geta unnið með mikið af skapandi og almennilegu fólki. View this post on Instagram A post shared by p sja / p . a (@cafepysja) Myndlist Menning Tengdar fréttir „Listsköpun er mjög eðlileg tilfinningaleg losun hjá mér, alveg eins og að kúka“ Listakonan Sitian Quan(全是钱/全思甜) opnaði á dögunum sýninguna Playground í Café Pysju í Hverafold. Sitian er fædd árið 1995 í Kína og útskrifaðist með Bakkalárgráðu 2017 í kínversku tilrauna-teiknimynda prógrammi. Blaðamaður hafði samband við hana og fékk að heyra nánar frá hennar innblæstri. 30. maí 2022 20:02 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Á sýningunni er ég að reyna að ná fram tilfinningunni um sumar og afslappað andrúmsloft. Augnablik og póstkort frá sólríku sumarfríi í Póllandi. Svo var ég á sama tíma með málverk frá rómantíska myndlistar tímabilinu og Impressionisma í huga. View this post on Instagram A post shared by p sja / p . a (@cafepysja) Áttu auðvelt með að yfirfæra erótík inn í list þína? Ég held að það séu tveir megin þættir sem hafa áhrif á lokaútkomuna, ljósmyndin og sjónarhorn áhorfenda, það er hvernig þeir túlka myndirnar mínar. Sama ljósmyndin af nöktu viðfangsefni getur verið ó-erótísk fyrir einum og erótísk fyrir öðrum. Þú getur sem dæmi tekið mynd af blómum sem erótísk, eins og í Araki, og nektarmyndir af fólki sem eru ekki erótískar. Myndatakan sjálf og staðurinn hefur áhrif á myndina og mikilvægast af öllu er karakter fyrirsætunnar. Sumar myndir búa yfir erótískari víbrum en aðrar og það gerist náttúrulega. View this post on Instagram A post shared by Mateusz Hajman (@hajman_) Hvenær byrjaðir þú að mynda nekt og af hverju valdirðu það viðfangsefni? Ég byrjaði að taka myndir af nöktu fólki í ljósmynda tímum í listnámi þegar ég var í menntaskóla. Ég þurfti að ná fram eins mínimalískum formum og mögulegt var, ekkert óþarfa eins og til dæmis föt máttu vera á myndinni. View this post on Instagram A post shared by Mateusz Hajman (@hajman_) Svo áttaði ég mig fljótlega á því að mér finnst skemmtilegra að taka myndir á meðan að fyrirsætur eru að skipta um föt eða bara að hvíla sig á milli svona alvöru pósa. Út frá því breytti ég staðsetningu myndanna frá stúdíóinu yfir á venjuleg heimili og úti í náttúrunni. View this post on Instagram A post shared by Mateusz Hajman (@hajman_) Annars hef ég alltaf elskað að teikna og mála og einblíndi gjarnan á útlínur og lögun fólks. Ég var líka mjög hrifinn af listamönnum sem máluðu fólk og nekt eins og Modigliani, Renoir og fleiri sem ég lærði um í skólanum. Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér. Hvernig hafa viðbrögðin verið við verkunum þínum? Ég held að almennt séð sé fólk hrifið af þeim. Stundum koma verkin þeim á óvart af því þau kannast kannski við göturnar sínar eða vini sína í myndunum mínum. En ég er mjög glaður því fyrirsætur eru að hafa samband af því þær vilja sitja fyrir á myndunum mínum og eru almennt mjög ánægðar með útkomuna. Það er frábært að geta unnið með mikið af skapandi og almennilegu fólki. View this post on Instagram A post shared by p sja / p . a (@cafepysja)
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Listsköpun er mjög eðlileg tilfinningaleg losun hjá mér, alveg eins og að kúka“ Listakonan Sitian Quan(全是钱/全思甜) opnaði á dögunum sýninguna Playground í Café Pysju í Hverafold. Sitian er fædd árið 1995 í Kína og útskrifaðist með Bakkalárgráðu 2017 í kínversku tilrauna-teiknimynda prógrammi. Blaðamaður hafði samband við hana og fékk að heyra nánar frá hennar innblæstri. 30. maí 2022 20:02 Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Giskaði sig í eina milljón Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Listsköpun er mjög eðlileg tilfinningaleg losun hjá mér, alveg eins og að kúka“ Listakonan Sitian Quan(全是钱/全思甜) opnaði á dögunum sýninguna Playground í Café Pysju í Hverafold. Sitian er fædd árið 1995 í Kína og útskrifaðist með Bakkalárgráðu 2017 í kínversku tilrauna-teiknimynda prógrammi. Blaðamaður hafði samband við hana og fékk að heyra nánar frá hennar innblæstri. 30. maí 2022 20:02