Óskiljanlegt Einar Helgason skrifar 24. júní 2022 12:30 Það er margt í þessum heimi sem maður ekki skilur og allra síst í íslensku þjóðlífi. Ég botna til dæmis ekkert í íslenskri verkalýðsforystu sem virðist berjast af heilum hug fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þessa forkólfa tala um að Íslensk alþýða gæti öðlast stöðuleika og meira öryggi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í fyllingu tímans. Getur það verið að þessir forkólfar hafi aldrei heyrt talað um að vextir og lánakjör til húsnæðiskaupa á evrusvæðinu sé mun manneskulegri en á Íslandi. Er það hugsanlegt að þeir viti ekkert um að Íslenska krónan heldur allri alþýðu manna á Íslandi í fjötrum sérhagsmuna þar sem örfá fyrirtæki skipta markaðnum á milli sín. Hafa þeir ekki hugmynd um að tryggingar á heimilisbílnum er uppundir helmingi ódýrari á evrusvæðinu. Vita þeir ekkert um að Íslenskir bankar sjúga sig fasta á Íslenska alþýðu eins og blóðsugur og taka gjald fyrir þjónustu sína sem er einhver sú dýrasta í vestrænum heimi. Ég byrjaði þessar hugleiðingar mínar á því að tala um það sem mér finnst óskiljanlegt í íslensku þjóðlífi. Og kannski er það bara svo að ég sé svona heimskur að ég hafi ekki skilning á Íslenskum veruleika. Kannski er forystufólk fyrir Íslenskum verkalýð í þeim flokki að vera uppfullir af þjóðrembu og telja að við eigum ekki að koma nálægt þeim félagsskap því þá missum við sjálfstæðið. En auðvita hljómar það eins og öfugmæli þegar við verðum að hlíta öllum reglugerðum sem kemur frá Evrópusambandinu en taka ekki þátt í að móta þær með öðrum frjálsum þjóðum í Evrópu. Eða finnst kannski forystufólki fyrir Íslenskum verkalýð þetta brjálæði með Íslensku krónuna vera í fínu lagi og bara eðlilegur liður í Íslensku samfélagi þar sem ráðamenn og seðlabanki geta breitt kjörum venjulegs fólks með einu pennastriki. Það má kannski segja að þau uppveðrist og finni til sín í hvert sinn sem vöxtum á lánum er breitt og þá geta þau gjammað í fjölmiðla. En fyrst ég er farin að tala um Evrópusambandið og að Ísland gerst þar fullgildur aðili þá get ég ekki hætt þessum skrifum án þess að minnast á íslenska stjórnmálaflokka. Fyrir einhverjum árum var krataflokkur stofnaður á Íslandi og átti að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hér er búin að vera við völd meira og minna í hundrað ár. En við vitum öll að sá flokkur stendur dyggilegan vörð um sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu og um leið þessa handónýtu krónu. En Samfylkingin hafði í byrjun á sinni stefnuskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem þeir töldu réttilega að væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. En hver fjandinn skeði? Nú heyrist ekki bofs frá þeim flokki þrátt fyrir að stuðningur við þetta mál hafi stóraukist meðal annars út af þessari morðárás Rússa á Úkraínu. Það er eins og fyrstu drögin í stefnuskrá þessa flokks hafi tínst og ekki fundist aftur. Og mér er minnisstætt að það var talað við einn frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og hún spurð út í þessi mál (Þórunn Sveinbjarnardóttir) og virtist hún koma af fjöllum. Hún reyndar svaraði með annarri spurningu og spurði hálfundrandi hvort einhver á Íslandi væri að hugsa um þau mál núna. Ef þetta er skoðun allra þingmanna Samfylkingarinnar að þegja mál í hel ef þau eru ekki í almennri umræðu þrátt fyrir að þau séu í upphaflegri stefnuskrá þeirra þá er þetta ekki flokkur sem er þess virði að fylgja að málum. Ég reikna með að það dyljist engum sem lesið hafa þessar línur að ég er stuðningsmaður þess að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Ekki eingöngu fyrir þá vonarglætu að einhver festa komist á fjármál venjulegs fólks á Íslandi í stað þess að það veltist um í einhverjum hoppukastala óstöðuleika sem það hefur enga stjórn á. Heldur fyrir það að Evrópusambandið er fyrst og fremst friðar og mannúðarsamband sem Ísland á heima í sem fullgildur aðili. Mér finnst það ekki stórmannlegt af lítilli frekjuþjóð norður í ballarhafi að reyna troðast sem einhver aukaaðili inn í samtök þjóða til þess eins að njóta gæðanna sem þar bjóðast. Friður í heiminum verður ekki unnin með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða að beina ljósgeisla upp í loftið í Viðey. Það þarf að leggja meira á sig heldur en það. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Það er margt í þessum heimi sem maður ekki skilur og allra síst í íslensku þjóðlífi. Ég botna til dæmis ekkert í íslenskri verkalýðsforystu sem virðist berjast af heilum hug fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þessa forkólfa tala um að Íslensk alþýða gæti öðlast stöðuleika og meira öryggi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í fyllingu tímans. Getur það verið að þessir forkólfar hafi aldrei heyrt talað um að vextir og lánakjör til húsnæðiskaupa á evrusvæðinu sé mun manneskulegri en á Íslandi. Er það hugsanlegt að þeir viti ekkert um að Íslenska krónan heldur allri alþýðu manna á Íslandi í fjötrum sérhagsmuna þar sem örfá fyrirtæki skipta markaðnum á milli sín. Hafa þeir ekki hugmynd um að tryggingar á heimilisbílnum er uppundir helmingi ódýrari á evrusvæðinu. Vita þeir ekkert um að Íslenskir bankar sjúga sig fasta á Íslenska alþýðu eins og blóðsugur og taka gjald fyrir þjónustu sína sem er einhver sú dýrasta í vestrænum heimi. Ég byrjaði þessar hugleiðingar mínar á því að tala um það sem mér finnst óskiljanlegt í íslensku þjóðlífi. Og kannski er það bara svo að ég sé svona heimskur að ég hafi ekki skilning á Íslenskum veruleika. Kannski er forystufólk fyrir Íslenskum verkalýð í þeim flokki að vera uppfullir af þjóðrembu og telja að við eigum ekki að koma nálægt þeim félagsskap því þá missum við sjálfstæðið. En auðvita hljómar það eins og öfugmæli þegar við verðum að hlíta öllum reglugerðum sem kemur frá Evrópusambandinu en taka ekki þátt í að móta þær með öðrum frjálsum þjóðum í Evrópu. Eða finnst kannski forystufólki fyrir Íslenskum verkalýð þetta brjálæði með Íslensku krónuna vera í fínu lagi og bara eðlilegur liður í Íslensku samfélagi þar sem ráðamenn og seðlabanki geta breitt kjörum venjulegs fólks með einu pennastriki. Það má kannski segja að þau uppveðrist og finni til sín í hvert sinn sem vöxtum á lánum er breitt og þá geta þau gjammað í fjölmiðla. En fyrst ég er farin að tala um Evrópusambandið og að Ísland gerst þar fullgildur aðili þá get ég ekki hætt þessum skrifum án þess að minnast á íslenska stjórnmálaflokka. Fyrir einhverjum árum var krataflokkur stofnaður á Íslandi og átti að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hér er búin að vera við völd meira og minna í hundrað ár. En við vitum öll að sá flokkur stendur dyggilegan vörð um sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu og um leið þessa handónýtu krónu. En Samfylkingin hafði í byrjun á sinni stefnuskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem þeir töldu réttilega að væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. En hver fjandinn skeði? Nú heyrist ekki bofs frá þeim flokki þrátt fyrir að stuðningur við þetta mál hafi stóraukist meðal annars út af þessari morðárás Rússa á Úkraínu. Það er eins og fyrstu drögin í stefnuskrá þessa flokks hafi tínst og ekki fundist aftur. Og mér er minnisstætt að það var talað við einn frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og hún spurð út í þessi mál (Þórunn Sveinbjarnardóttir) og virtist hún koma af fjöllum. Hún reyndar svaraði með annarri spurningu og spurði hálfundrandi hvort einhver á Íslandi væri að hugsa um þau mál núna. Ef þetta er skoðun allra þingmanna Samfylkingarinnar að þegja mál í hel ef þau eru ekki í almennri umræðu þrátt fyrir að þau séu í upphaflegri stefnuskrá þeirra þá er þetta ekki flokkur sem er þess virði að fylgja að málum. Ég reikna með að það dyljist engum sem lesið hafa þessar línur að ég er stuðningsmaður þess að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Ekki eingöngu fyrir þá vonarglætu að einhver festa komist á fjármál venjulegs fólks á Íslandi í stað þess að það veltist um í einhverjum hoppukastala óstöðuleika sem það hefur enga stjórn á. Heldur fyrir það að Evrópusambandið er fyrst og fremst friðar og mannúðarsamband sem Ísland á heima í sem fullgildur aðili. Mér finnst það ekki stórmannlegt af lítilli frekjuþjóð norður í ballarhafi að reyna troðast sem einhver aukaaðili inn í samtök þjóða til þess eins að njóta gæðanna sem þar bjóðast. Friður í heiminum verður ekki unnin með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða að beina ljósgeisla upp í loftið í Viðey. Það þarf að leggja meira á sig heldur en það. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og sjómaður.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun