„Mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 23:31 Sérfræðingum Bestu markanna þykir vanta áhorfendur á vellina í Bestu-deild kvenna. Stöð 2 sport Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna fóru yfir áhorfendatölur á leikjum Bestu-deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum. Þær stöllur voru sammála því að mögulega væri áhorfendum að fækka á Íslandi, þvert á það sem er að gerast annars staðar í Evrópu. „Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Ég hefði ekkert alveg séð það fyrir mér fyrir nokkrum árum að árið 2022 myndum við slá met - 92 þúsund á vellinum - en þetta er ótrúlegt,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, í upphafi innslagsins. Hún var þá að vitna í leiki kvennaliðs Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið fyllti Nou Camp, heimavöll karlaliðsins. „Þetta er rosalega hröð þróun núna, alveg rosalega hröð. Sem er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, einn af sérfræðingum þáttarins. „Vá hvað ég væri til í að vera ennþá spilandi og fá að taka þátt í þessu af því að þetta er eitthvað sem maður svona vonaði að myndi gerast örlítið fyrr, en er alveg geggjað.“ „Þetta sýnir líka bara það að þegar þú býrð til réttar aðstæður þá kemur fólkið. Mér finnst þetta sýna það að það var bara tekin ákvörðun þar sem var sagt að við ætlum að spila á þessum leikvöngum og við ætlum að fylla þá. Þetta er bara ákvörðun.“ „Mér finnst við alltaf lenda í sama farinu. Það er alltaf verið að bíða eftir einhverri eftirspurn, og eftir hverju? Mér finnst það ótrúlega heimskulegt og mér finnst svo gott að við séum kominn á þennan stað,“ sagði Harpa. „Bjóddu upp á vöruna og fólkið er klárt,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir greip boltann á lofti. „Það hefur sýnt sig núna þar sem er verið að slá þessi áhorfendamet að það er verið að færa þessa leiki á stærri leikvanga og þeir eru að fyllast og áhorfendum er að fjölga,“ sagði Sonný Lára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um áhorfendur Harpa tók þá aftur við og sagðist vona að þessi þróun færi að berast hingað til lands. „Nú þarf þetta líka bara að skila sér hingað heim finnst mér. Þessar stelpur eru að spila margar hverjar hérna heima og mér finnst búin að vera ógeðslega léleg mæting á vellina í sumar. Og mér finnst það sorglegt miðað við þróunina allstaðar annars staðar í heiminum. Mér finnst þetta ekki bara eiga við um kvennaboltann heldur eiginlega bara báðar deildirnar. Sérstaklega finnst mér þetta samt soglegt út af þróuninni sem á sér stað núna í kringum kvennaboltann, en mér finnst við ekki vera að pikka það upp.“ Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira