Þjálfarinn lýsti lífsbjörginni: „Einbeitti mér að því að láta hana anda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 14:35 Andrea Fuentes tekur um háls Anitu Alvarez til að kanna hvort hún sé með lífsmarki. epa/Zsolt Szigetvary Snarræði þjálfarans Andreu Fuentes kom í veg fyrir að illa færi þegar það leið yfir bandarísku listsundkonuna Anitu Alvarez á HM í 50 metra laug í Búdapest í gær. Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra. Sund Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Alvarez féll í yfirlið eftir að hafa klárað frjálsar æfingar sínar í úrslitum í listsundi og sökk til botns í lauginni. Fuentes, þjálfari hennar, brást snarlega við, stakk sér ofan í laugina og bjargaði Alvarez. „Fyrst sá ég að hún var aðeins hvítari í framan en venjulega og hugsaði að blóðflæðið væri ekki eðlilegt,“ sagði Fuentes þegar hún ræddi við BBC um björgun Alvarez. „Þegar þú klárar æfingarnar viltu anda djúpt en í staðinn fyrir að koma upp fór hún niður. Fyrst hugsaði ég að hún væri að hvíla sig en svo áttaði ég mig á því að þetta væri ekki eðlilegt því þú vilt anda þegar þú ert búin.“ "I swam as fast as I could and I was fixated to make her breath"Coach Andrea Fuentes describes to @Sarah_Montague how she rescued artistic swimmer Anita Alvarez from the bottom of the pool after fainting at the World Aquatics Championshipshttps://t.co/nh6JQTZz6b | #BBCWATO pic.twitter.com/oRDQanMSt5— The World at One (@BBCWorldatOne) June 23, 2022 Fuentes tók á endanum til sinna mála og stökk sér ofan í laugina. „Ég synti eins hratt og ég gat og einbeitti mér að því að láta hana anda,“ sagði þjálfarinn og bætti við að hún hafi þreifað á hálsi Alvarez og fundið púls. Fuentes sneri í kjölfarið andliti Alvarez til hliðar til að losa vatn úr lungum hennar og fá hana til að anda. „Kjálkinn var mjög stífur. Ég reyndi að vekja hana með því að nudda kjálkann því hann var of stífur. Hún hóstaði svo vatninu upp úr sér.“ Samkvæmt upplýsingum frá Fuentes og bandaríska sundliðinu er líðan Alvarez ágæt. Enn er þó óvíst hvort hún fær grænt ljós frá læknum til að keppa í úrslitum í liðakeppninni. Fuentes þurfti einnig að koma Alvarez til bjargar þegar það leið yfir hana á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra.
Sund Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira