„Ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 16:31 Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki saman. Helst hefur ríkt óvissa um það hvort að þær geti spilað saman á hægri vængnum vegna meiðsla Guðnýjar. vísir/vilhelm Þó að vissulega geri fleiri leikmenn tilkall til þess að komast í EM-hóp Íslands þá höfðu sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ekkert út á val Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara að setja. Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Myndasyrpa frá súru tapi Íslands í Póllandi Sport „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki