„Ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 16:31 Guðný Árnadóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir fagna marki saman. Helst hefur ríkt óvissa um það hvort að þær geti spilað saman á hægri vængnum vegna meiðsla Guðnýjar. vísir/vilhelm Þó að vissulega geri fleiri leikmenn tilkall til þess að komast í EM-hóp Íslands þá höfðu sérfræðingarnir í Bestu mörkunum ekkert út á val Þorsteins Halldórssonar landsliðsþjálfara að setja. Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira
Erfitt er að komast í 23 manna landsliðshóp Íslands og samkeppnin hörð en í sérstökum EM-þætti Bestu markanna sagðist Harpa Þorsteinsdóttir ekki sjá neinn leikmann sem ætti frekar skilið að vera í hópnum en þeir sem Þorsteinn valdi. „Það er enginn leikmaður sem mér finnst við beint vera að „skilja eftir“. Þó að það séu ákveðnir leikmenn sem gera tilkall þá upplifi ég það ekki þannig að við séum að skilja leikmann eftir sem ætti endilega heima þarna fremur en einhver annar. Hann [Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari] er búinn að vera með sinn hóp nokkuð „solid“ í svolítinn tíma, sem ég held að sé kostur fyrir okkur. Það er líka kostur að það skuli ekki vera nein alvarleg meiðsli rétt fyrir mót, svo það er ekkert óvænt að koma upp,“ sagði Harpa. Klippa: Bestu mörkin - Erfitt að komast í EM-hópinn Spurning um Elínu Mettu og Guðnýju Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins, nefndi þó að Agla María Albertsdóttir hefði lítið spila með liði sínu Häcken í Svíþjóð, að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði verið að jafna sig af meiðslum og að Elín Metta Jensen væri ákveðið spurningamerki. Hún bætti þó við að væntanlega yrðu allar klárar í slaginn þegar á stórmót væri komið: „Jú, þá ertu ekkert að hugsa um þetta,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. „Þú ert bara mætt í þetta umhverfi, með íslenska landsliðinu, og það er gaman og stemning. Þá ertu ekkert með á bakvið eyrað hvað þú ert búin að spila margar mínútur eða skora mörg mörk með félagsliðinu þínu. Agla María er vissulega ekki búin að spila mikið en ég hef engar áhyggjur af henni. Þetta er spurning með Elínu Mettu, sem var að ströggla með meiðsli, og hvort að Guðný Árnadóttir verði klár eða hvort það þurfi að kalla inn einhverja fyrir hana,“ sagði Sonný en Guðný hefur glímt við meiðsli.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi Sjá meira