„Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 12:00 Íslenska liðið hefur þróað sinn leikstíl vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar en fram undan eru þung próf á EM í Englandi. Getty/Oliver Hardt Harpa Þorsteinsdóttir segir að það eigi ekki lengur við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að liggja bara í vörn gegn sterkum mótherjum. Hún telur Ísland eiga að geta stjórnað leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu á EM í næsta mánuði. Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira