Segir fertugan Zlatan athyglissjúkan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júní 2022 13:30 Samherjarnir fyrrverandi á góðri stundu. Giuseppe Maffia/Getty Images Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans. Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu. Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Çalhanoğlu og Zlatan voru báðir hluti af liði AC Milan sem endaði í öðru sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á eftir nágrönnum sínum og erkifjendum í Inter vorið 2021. Samningur Çalhanoğlus rann út um sumarið og samdi hann í kjölfarið við þáverandi Ítalíumeistara Inter. AC Milan gerði sér svo lítið fyrir og vann Serie A nú í vor þannig að tyrkneski miðjumaðurinn hefur nú verið röngu megin í Mílanó undanfarin tvö tímabil. Eftir brotthvarf Çalhanoğlu lét Zlatan hann heyra það og eftir að titillinn var tryggður í vor þá fékk Svíinn stuðningsfólk Milan til að senda Tyrkjanum skýr skilaboð. Zlatan chiede ai tifosi un messaggio per Hakan pic.twitter.com/qfFAv6FR5v— Simone Cristao (@SimoneCristao) May 23, 2022 Hinn 28 ára gamli Çalhanoğlu gefur ekki mikið fyrir þetta útspil Zlatan og segir hann athyglissjúkan með meiru. „Hann er fjörutíu ára gamall maður, ekki átján ára svo ég myndi aldrei gera neitt þessu líkt á hans aldri. Hann elskar bara að vera miðpunktur athyglinnar. Hann á engan þátt í sigri AC Milan í deildinni hann spilaði varla en gerir samt allt til að vera í sviðsljósinu.“ „Svo er það alltaf hann sem hringir í mig, spyr mig hvort ég vilji fara með honum út að borða eða fara eitthvað saman á mótorhjólunum okkar. Hann skrifaði um mig í bókinni sinni, hann varð að gera það því annars hefðu síðurnar verið auðar. Það er best að eyða ekki of mikilli orku í hann.“ „Ég er mjög ánægður hjá Inter og stuðningurinn er afar hjálpsamur. Ég var hjá Milan í fjögur ár og það söng aldrei neinn nafn á mitt á meðan það er gert nánast í hvert skipti sem ég hita upp hjá Inter,“ sagði Çalhanoğlu að endingu.
Ítalski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira