Óttast að verið sé að ganga of langt Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. júní 2022 22:30 Aðalhagfræðingur Stefnis ræddi um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Frosti Kr. Logason Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, ræddi um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Seðlabankinn hækkaði stýrivextina um eitt prósentustig í dag. Konráð segir Seðlabankann vera að bregðast við verðbólguþróun síðustu missera. „Það er allavega verið að gera ráð fyrir því að þetta sé svona áframhald af einhverju ferli sem er ennþá í gangi um að hækka vextina enda er verðbólgan, hún verður sennilega komin yfir átta prósent þegar það koma nýjar tölur í næstu viku. Það eru horfur á því að hún fari jafnvel ennþá hærra. Seðlabankinn er einfaldlega bara að bregðast við þessari þróun og ótta um að hún verði svo viðvarandi eftir það,“ segir Konráð þegar hann er spurður út í það hvort búist hafi verið við þessari hækkun. Konráð segir alltaf þurfa að meta það hverju sinni hvort vænlegra sé að grípa til annarra úrræða til þess að reyna að hemja verðbólgu. „Það var í síðustu viku sem að Seðlabankinn greip til annarra úrræða, það var að vísu í nafni fjármálastöðugleika sem voru hert skilyrði fyrir fasteignamarkaðinn,“ segir Konráð og vísaði þar í aðgerðir Seðlabankans þar sem hámark á fasteignalánum fyrstu kaupenda var lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. „Við skulum bara bíða og sjá“ Í samhengi við vaxtahækkunina segist Konráð óttast að verið sé að ganga of langt. „Ég persónulega óttast það að það sé einfaldlega verið að ganga of langt í því að gera það sem er nauðsynlegt sem er að kæla fasteignamarkaðinn. Það eru búnar að vera rosa miklar hækkanir. Við sjáum þrjú prósent hækkun núna í maí samkvæmt vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. Það er alveg skiljanlegt að eitthvað sé gert en maður er pínu hræddur um að það sé verið að gera allt eins og hægt er núna einmitt þegar verðið er orðið það hátt að það getur kannski ekki hækkað mikið meira alveg óháð einhverjum vaxtabreytingum,“ segir Konráð sem sagðist jafnframt gruna að Seðlabankinn væri kannski á eftir kúrfunni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Konráð segir að þrennt þurfa að gerast til þess að vextir lækki. „Við þurfum að sjá verðbólguna vera komna skýrt niður og við þurfum að sjá hana vera komna svona einhvers staðar í nágrenni við 2,5 prósent markið, það er oft miðað við að það séu vikmörk frá einu og upp í fjögur prósent þannig ef verðbólga er komin í fjögur prósent og svona horfur að hún sé ekkert endilega að fara að lækka þá er kannski er eitthvað þar sem má skoða,“ sagði Konráð. Í öðru lagi þyrftu verðbólguvæntingar einnig að vera í takt við þetta markmið. „Í þriðja lagi þá þarf aðeins að slaka á þenslunni í hagkerfinu í innlendri eftirspurn. Við erum að fara til útlanda sem aldrei fyrr og svo sem bara eðlileg afleiðing af því að vera búin að vera í svona skrítnu ástandi þar sem að heilu atvinnugreinarnar loka að það fari einhvern veginn allt af stað á sama tíma, það mun jafna sig,“ sagði Konráð. „Þegar þessi þrjú skilyrði verða uppfyllt þá kannski getum við farið að sjá það að vextir lækki aftur en þegar verðbólgan er í kringum milli sjö og átta prósent og verðbólguvæntingarnar hátt uppi líka þá sér maður það ekkert alveg á næstunni en ég hef samt alveg fulla trú á því að það muni einhvern tímann koma sá dagur að við sjáum vextina koma aftur niður.“ Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ef það tekst að kæla fasteignamarkaðinn þá held ég að við gætum nú alveg séð verðbólguna byrja að sjatna þegar að daginn tekur að stytta aftur svona þegar það fer að líða á sumarið, við kannski sjáum eitthvað í land þá en það hafa margir sagt þetta síðustu mánuði þannig við skulum bara bíða og sjá.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel. 22. júní 2022 20:16 „Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. 22. júní 2022 11:45 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. 22. júní 2022 08:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, ræddi um stýrivaxtahækkun Seðlabankans í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Seðlabankinn hækkaði stýrivextina um eitt prósentustig í dag. Konráð segir Seðlabankann vera að bregðast við verðbólguþróun síðustu missera. „Það er allavega verið að gera ráð fyrir því að þetta sé svona áframhald af einhverju ferli sem er ennþá í gangi um að hækka vextina enda er verðbólgan, hún verður sennilega komin yfir átta prósent þegar það koma nýjar tölur í næstu viku. Það eru horfur á því að hún fari jafnvel ennþá hærra. Seðlabankinn er einfaldlega bara að bregðast við þessari þróun og ótta um að hún verði svo viðvarandi eftir það,“ segir Konráð þegar hann er spurður út í það hvort búist hafi verið við þessari hækkun. Konráð segir alltaf þurfa að meta það hverju sinni hvort vænlegra sé að grípa til annarra úrræða til þess að reyna að hemja verðbólgu. „Það var í síðustu viku sem að Seðlabankinn greip til annarra úrræða, það var að vísu í nafni fjármálastöðugleika sem voru hert skilyrði fyrir fasteignamarkaðinn,“ segir Konráð og vísaði þar í aðgerðir Seðlabankans þar sem hámark á fasteignalánum fyrstu kaupenda var lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. „Við skulum bara bíða og sjá“ Í samhengi við vaxtahækkunina segist Konráð óttast að verið sé að ganga of langt. „Ég persónulega óttast það að það sé einfaldlega verið að ganga of langt í því að gera það sem er nauðsynlegt sem er að kæla fasteignamarkaðinn. Það eru búnar að vera rosa miklar hækkanir. Við sjáum þrjú prósent hækkun núna í maí samkvæmt vísitölu íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. Það er alveg skiljanlegt að eitthvað sé gert en maður er pínu hræddur um að það sé verið að gera allt eins og hægt er núna einmitt þegar verðið er orðið það hátt að það getur kannski ekki hækkað mikið meira alveg óháð einhverjum vaxtabreytingum,“ segir Konráð sem sagðist jafnframt gruna að Seðlabankinn væri kannski á eftir kúrfunni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Konráð segir að þrennt þurfa að gerast til þess að vextir lækki. „Við þurfum að sjá verðbólguna vera komna skýrt niður og við þurfum að sjá hana vera komna svona einhvers staðar í nágrenni við 2,5 prósent markið, það er oft miðað við að það séu vikmörk frá einu og upp í fjögur prósent þannig ef verðbólga er komin í fjögur prósent og svona horfur að hún sé ekkert endilega að fara að lækka þá er kannski er eitthvað þar sem má skoða,“ sagði Konráð. Í öðru lagi þyrftu verðbólguvæntingar einnig að vera í takt við þetta markmið. „Í þriðja lagi þá þarf aðeins að slaka á þenslunni í hagkerfinu í innlendri eftirspurn. Við erum að fara til útlanda sem aldrei fyrr og svo sem bara eðlileg afleiðing af því að vera búin að vera í svona skrítnu ástandi þar sem að heilu atvinnugreinarnar loka að það fari einhvern veginn allt af stað á sama tíma, það mun jafna sig,“ sagði Konráð. „Þegar þessi þrjú skilyrði verða uppfyllt þá kannski getum við farið að sjá það að vextir lækki aftur en þegar verðbólgan er í kringum milli sjö og átta prósent og verðbólguvæntingarnar hátt uppi líka þá sér maður það ekkert alveg á næstunni en ég hef samt alveg fulla trú á því að það muni einhvern tímann koma sá dagur að við sjáum vextina koma aftur niður.“ Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ef það tekst að kæla fasteignamarkaðinn þá held ég að við gætum nú alveg séð verðbólguna byrja að sjatna þegar að daginn tekur að stytta aftur svona þegar það fer að líða á sumarið, við kannski sjáum eitthvað í land þá en það hafa margir sagt þetta síðustu mánuði þannig við skulum bara bíða og sjá.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel. 22. júní 2022 20:16 „Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. 22. júní 2022 11:45 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. 22. júní 2022 08:31 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel. 22. júní 2022 20:16
„Hægt að treysta því að verðbólga verður ekki viðvarandi hér“ Skörp vaxtahækkun var nauðsynleg til að ná tökum á verðbólgunni að sögn seðlabankastjóra en stýrvextir voru í dag hækkaðir um eitt prósentustig. Með þessu séu einnig send skýr skilaboð inn í komandi kjaraviðræður um að verðbólga verði ekki viðvarandi hér á landi. 22. júní 2022 11:45
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,75 prósent, en þetta er önnur ákvörðun nefndarinnar í röð þar sem stýrivextir eru hækkaðir um heila prósentu. 22. júní 2022 08:31