Segir mikilvægt í huga albönsku konunnar að engin önnur lendi í því sama Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2022 18:16 Claudia Wilson er lögmaður albönsku konunnar. Albönsk kona sem vísað var úr landi á níunda mánuði meðgöngu er létt yfir því að hafa fengið viðurkenningu frá íslenska ríkinu að á réttindum hennar hafi verið brotið. Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt. Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt.
Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39
Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00