Segir mikilvægt í huga albönsku konunnar að engin önnur lendi í því sama Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2022 18:16 Claudia Wilson er lögmaður albönsku konunnar. Albönsk kona sem vísað var úr landi á níunda mánuði meðgöngu er létt yfir því að hafa fengið viðurkenningu frá íslenska ríkinu að á réttindum hennar hafi verið brotið. Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt. Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta segir Claudia Ashanie Wilson, lögmaður albönsku konunnar, en Claudia ræddi við hana í gær. Hún segir að það sé afar mikilvægt í huga albönsku konunnar að tryggja að engin önnur kona verði fyrir því misrétti og óréttlæti sem hún varð fyrir þar sem lífi og heilsu hennar sem og ófædds barns hennar hafi verið stefnt í hættu. „Þetta atvik verður vonandi til þess að vekja íslensk stjórnvöld til umhugsunar og tryggja mannúðlega meðferð þeirra einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi. Við virðumst gleyma því stundum að hér er um að ræða fólk, einstaklinga eins og okkur, sem eru í mikilli neyð.“ segir Claudia. Sátt náðist í málinu á dögunum. Ríkið viðurkenndi skaðabótaskyldu og greiddi albönsku konunni miskabætur. „Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar í samfélaginu og eins og kunnugt er þá komst embætti landlæknis að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að trúnaðarlæknir Útlendingastofnunar hafi brotið lög með útgáfu læknisvottorðs um flugfærni umbjóðanda míns sem var þá gengin 36 vikur með barn sitt.“ Landlæknisembættið taldi að umræddur læknir hefði brotið m.a. gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn og lögum um réttindi sjúklinga þegar albanska konan var send í 19 klukkutíma flug til Albaníu. „Að mati embættisins hefði læknirinn átt m.a. að vísa umbjóðanda mínum til sérfræðilæknis, þá fæðingar-og kvensjúkdómalæknis, sem hefði verið fær um að meta flugfærni hennar og sérstaklega í ljósi fyrrum heilsufarssögu.“ Fréttastofa náði tali af albönsku konunni í nóvember 2019. Í viðtalinu sagðist hún óttast um fjölskyldu sína og ófætt barn sitt.
Hælisleitendur Flóttamenn Tengdar fréttir Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39 Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Ríkið greiðir óléttu konunni sem var vísað úr landi bætur Íslenska ríkið hefur viðurkennt bótaskyldu í máli albanskrar konu sem var vísað úr landi á níunda mánuði meðgöngu. Þetta staðfestir lögmaður konunnar í samtali við fréttastofu. 22. júní 2022 15:39
Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga. 9. desember 2019 15:48
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00