Hefur fulla trú á því að Efling sláist í hópinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2022 19:01 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á samningafundi í mars 2019. Vísir/vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir að komið gæti til átaka á vinnumarkaði í vetur, verði kröfum verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir og lækkun á greiðslubyrði ekki mætt. Efling er ekki aðili að kröfugerð sambandsins sem afhent var Samtökum atvinnulífsins í morgun en formaður SGS hefur fulla trú á því að félagið sláist í hópinn. Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kröfugerð sambandsins fyrir hönd þúsunda launamanna var kynnt í morgun en afhendingin markar upphaf þess mikla kjaravetrar sem nú fer í hönd. Starfsgreinasambandið vill aftur fara leiðina sem farin var í lífskjarasamningnum 2019 þegar kjaraviðræður hefjast í lok sumars. Þar ber einna hæst krafa um krónutöluhækkanir. „Við vitum ekki hvort ástandið í efnahagslífinu og heimsmálum almennt verði með þeim hætti að við þurfum að gera skammtímasamning eða langtímasamning. Þannig að okkur fannst það ráðlegt að nefna ekki eina ákveðna tölu. En við erum vissulega með ýmislegt í huga hvað það varðar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað sagt að svigrúm til launahækkana sé ákaflega takmarkað. „Verðbólgan er komin á stjá. Ég hygg að mjög margir sem koma að gerð kjarasamninga geti tekið undir það að svona eitt helsta verkefnið okkar næstu misserin, bæði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu, sé að ná böndum á verðbólguna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Engar áhyggjur af Eflingu Vilhjálmur bendir einmitt á að ýmislegt sé hægt að gera til að auka ráðstöfunartekjur annað en beinar launahækkanir. Lækka þurfi vexti og fá stjórnvöld, Seðlabankann og atvinnulífið að borðinu. „En ef þessir aðilar eru ekki tilbúnir til þess, þá þurfum við að mæta því af fullri hörku,“ segir Vilhjálmur. Tvö af nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eru ekki með í kröfugerðinni sem skilað var inn í morgun, þar af það langstærsta, Efling. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að ákvörðun um það hvort félagið óski eftir umboði til Starfsgreinasambandsins verði tekin á lýðræðislegum vettvangi félagsins. En Vilhjálmur hefur engar áhyggjur. „Þau eru aðeins seinni á ferðinni en hin aðildarfélögin, bara vegna mannaráðninga og annars sem þau þurftu að ráðast í. En ég hef trú á því að þau munu síðan bara koma með okkur inn í þá baráttu sem fram undan er.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda