„Mögulega frábært fyrir landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 15:01 Sveindísi Jane Jónsdóttur skaut upp á stjörnuhimininn, nánast á svipstundu, og virðist höndla athyglina vel. vísir/vilhelm „Ég held að hún sé einn mest spennandi leikmaður mótsins,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Sveindísi Jane Jónsdóttur, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir. EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira