Sundsamband Íslands kaus með tillögu um að takmarka þátttöku transkvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 16:01 Mynd tengist frétt ekki beint. Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands kaus með tillögunni sem takmarkar þátttökurétt transkvenna á mótum á vegum FINA, Alþjóðasundsambandsins. Þetta staðfesti Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands. Á mánudag bárust þær fregnir að FINA hefði haldið málþing í Búdapest þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Eftir málþingið var kosið um skerta þátttöku transkvenna á mótum sambandsins. Nú er staðan sú að transkona má ekki hafa hafið kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað. Formaður Sundsambands Íslands staðfesti í viðtali við Fréttablaðið að SSÍ hefði kosið með ákvörðuninni. „Við vorum með fulltrúa á okkur vegum á þinginu sem kaus með þessari tillögu líkt og aðrar þjóðir Skandinavíu,“ sagði Björn og hélt áfram. „Það er ekki verið að banna transkonum að taka þátt heldur að banna þeim að taka þátt í kvennagreinum afreksstigi á grundvelli þess að það sé ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Sjá einnig: Konur sem keppa á jafningjagrundvelli Alls tóku 152 sambönd þátt í kosningunni og hlaut tillagan samþykki hjá 71 prósent þeirra sem voru viðstaddir. Samkvæmt rannsókn FINA hafa þeir einstaklingar sem hafa hafið eða klárað kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting fer fram töluvert forskot yfir aðra keppendur í kvennagreinum. „Grundvöllurinn fyrir þessari kosningu var stofnun vinnuhóps sem er mun skoða alla vinkla ákvörðunarinnar. Vinnan heldur því áfram við nánari útlistun þessarar ákvörðunar,“ sagði Björn að endingu í viðtali sínu við Fréttablaðið. Sund Málefni trans fólks Tengdar fréttir Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki. 21. júní 2022 15:01 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Á mánudag bárust þær fregnir að FINA hefði haldið málþing í Búdapest þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Eftir málþingið var kosið um skerta þátttöku transkvenna á mótum sambandsins. Nú er staðan sú að transkona má ekki hafa hafið kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað. Formaður Sundsambands Íslands staðfesti í viðtali við Fréttablaðið að SSÍ hefði kosið með ákvörðuninni. „Við vorum með fulltrúa á okkur vegum á þinginu sem kaus með þessari tillögu líkt og aðrar þjóðir Skandinavíu,“ sagði Björn og hélt áfram. „Það er ekki verið að banna transkonum að taka þátt heldur að banna þeim að taka þátt í kvennagreinum afreksstigi á grundvelli þess að það sé ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Sjá einnig: Konur sem keppa á jafningjagrundvelli Alls tóku 152 sambönd þátt í kosningunni og hlaut tillagan samþykki hjá 71 prósent þeirra sem voru viðstaddir. Samkvæmt rannsókn FINA hafa þeir einstaklingar sem hafa hafið eða klárað kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting fer fram töluvert forskot yfir aðra keppendur í kvennagreinum. „Grundvöllurinn fyrir þessari kosningu var stofnun vinnuhóps sem er mun skoða alla vinkla ákvörðunarinnar. Vinnan heldur því áfram við nánari útlistun þessarar ákvörðunar,“ sagði Björn að endingu í viðtali sínu við Fréttablaðið.
Sund Málefni trans fólks Tengdar fréttir Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki. 21. júní 2022 15:01 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki. 21. júní 2022 15:01