Töskurnar fóru með út en komust ekki í hendur farþega Árni Sæberg skrifar 22. júní 2022 11:32 Guðni Sigurðsson er sérfræðingur á samskiptasviði Icelandair. Vísir Allur farangur sem farþegar tóku með sér í flug Icelandair til Amsterdam á mánudag fylgdi þeim út. Vegna manneklu á Schipol-flugvelli komst farangurinn hins vegar ekki til farþega að flugi loknu. Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði. Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Að sögn Guðna Sigurðssonar, sérfræðings á samskiptasviði Icelandair, er afgreiðsla á Schipol mjög hæg um þessar mundir enda fáist ekki starfsfólk til vinnu á flugvellinum. Nú hefur farangur farþega flugs Icelandair til Amsterdam á mánudag setið fastur á flugvellinum frá því að hann var tekinn frá borði. Guðni segir að unnið sé að því að greiða úr vandanum og að Icelandair sé í góðum samskiptum við þjónustufyrirtæki sitt á Schipol. Ásgeir Stefánsson, einn farþeganna ræddi við Vísi í gær og gagnrýndi að fátt væri um svör hjá Icelandair vegna málsins. Hann segir að fjölskylda hans hafi þurft að kaupa sér ný föt og helstu nauðsynjar til þess að farangursskorturinn skemmdi ekki fríið fyrir henni. Hann vonast til þess að fá kostnað við það bættan, annað hvort úr ferðatrygginu eða hendi Icelandair. Guðni segir að ákveðnar reglur gildi um bætur þegar álíka tilvik koma upp og hvetur þá farþega sem orðið hafa fyrir óþægindum að hafa samband við Icelandair í gegnum eyðublað á vef félagsins eða á þjónustuborði á flugvellinum úti. Hvetur fólk til að hafa helstu nauðsynjar í handfarangri Ásgeir nefndi í gær að sonur hans sé með slæmt exem og geti fengið slæm kláðaköst og sé bæði með sérstaka sprautu sem átti að nota í ferðinni og einnig steratöflur og sterakrem ef kláði myndast. Þessi nauðsynlegu lyf hafi verið í tösku sem barst aldrei í hendur fjölskyldunnar. Að endingu segir Ásgeir að „ef Icelandair hefði látið vita að þetta ástand væri líklegt eða möguleiki þá hefði kannski verið hægt að afstýra þessu.“ Guðni segir að aðstæður sem þessar geti komið upp hvar og hvenær sem, þó þær séu blessunarlega undantekningin. Því hvetur hann fólk til að hafa allar helstu nauðsynjar með sér í handfarangri svo hægt sé að koma í veg fyrir vandræði.
Icelandair Ferðalög Holland Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira