Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning kl. 12.45 um alvarlegt slys á hafnarsvæði í Gleðivík.
Sá sem tilkynnti um slysið sagði að karlamaður hefði hlotið áverka eftir að hafa orðið fyrir lyftara.
Sjúkralið var sent á vettvang þegar í stað en maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en Lögreglan á Austurlandi greindi frá andlátinu.