„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2022 16:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Levadia Tallin í kvöld. Vísir/Stöð 2 Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er stór leikur í sögu Víkings,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „Það er ekki oft sem við erum í Evrópukeppni. Og svo líka fyrir mig persónulega, þetta er fyrsti leikurinn minn sem þjálfari í Meistaradeildinni. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan leik og að komast áfram. Það er mikið í húfi fyrir íslenskan fótbolta. Við erum í góðu formi þannig að það er bara góð stemning í Víkinni.“ Mikil rigning hefur sett svip sinn á þennan lengsta dag ársins, en Arnar telur að það muni ekki hafa meiri áhrif á annað hvort liðið. „Ég held að það muni hjálpa bara báðum liðum fyrst að leikurinn er á gervigrasi. Þeir eru náttúrulega vanir að spila á því líka og menn vilja spila á rennblautu gervigrasi. Boltinn flýtur hraðar og það hentar okkur mjög vel. Er þetta ekki bara alíslenskt veður og ekkert hægt að kvarta yfir því. Það verður ekki mikill vindur hérna í Fossvoginum eins og vanalega, en rennblautur völlur mun hjálpa báðum liðum, klárlega.“ Ekki bara erfiðasta liðið í riðlinum, heldur langerfiðasta Fyrr í dag mættust Inter Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó í leik þar sem þeir fyrrnefndu höfðu betur, 2-1. Sigurlið kvöldsins mun því mæta Inter Escaldes í úrslitaleik umspilsins, en Arnar segir að Levadia Tallin sé sterkasti andstæðingurinn sem Víkingur gat fengið. „Nei, langerfiðasta liðið,“ sagði Arnar aðspurður að því hvort Levadia Tallin væri erfiðasta liðið að mæta af þessum þrem sem möguleiki var á. „Annað hvort erum við að fara að mæta þessu liði í úrslitaleik á föstudaginn eða núna og það er fínt að klára þennan leik. Með fullri virðingu fyrir liðunum frá Andorra og San Marínó þá eiga bæði Víkingur og Levadia að vinna þau tvö lið, þótt fótboltinn sé stundum skrýtinn. En úrslitaleikurinn er að mínu mati að fara fram hérna á eftir.“ „Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir Levadia leikinn Vonar að heimavöllurinn hjálpi og gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins Levadia Tallin er ríkjandi meistari í Eistlandi, rétt eins og Víkingur er ríkjandi meistari hér á Íslandi og Arnar segir margt svipað með þessum tveimur liðum. „Þeir eru ekkert ósvipaðir og við. Þeir leggja mikið upp úr því að halda bolta og eru góðir í því. Þeir eru ásamt Flora Tallin tvö langbestu liðin í Eistlandi. Það er svona kannski til marks um þeirra styrkleika þá urður þeir meistarar í fyrra og Flora Tallin komst í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni, bara svona til að menn átti sig aðeins á styrkleika deildarinnar.“ „Þetta er 50/50 leikur, en vonandi mun heimavöllurinn hjálpa okkur mikið og við fáum góðan stuðning. Eins og ég sagði áðan þá er mikið í húfi bæði fyrir okkar klúbb og íslenska knattspyrnu, þannig að vonandi verður stemning í Víkinni á eftir,“ sagði Arnar sem gerir sér fullkomna grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við því miður höfum hrapað neðarlega á listann sem gerir það að verkum að við erum að spila í umspili um að komast í forkeppni hérna á eftir. Það er ekki góð þróun ásamt því að við séum búin að missa fjórða sætið okkar og ég þarf ekkert að segja hversu mikla þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir íslenskan fótbolta.“ „Við þurfum bara að taka þessa ábyrgð, og taka henni mjög alvarlega, ásamt Blikum, sem gerðu mjög gott mót í Evrópukeppni í fyrra og KR sem eru fulltrúar Íslands í ár. Við þurfum bara að girða okkur í brók og fá þetta fjórða sæti aftur,“ sagði Arnar staðráðinn í því að gera vel í Evrópuævintýri Víkings. Leikur Víkings og Levadia Tallin hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
„Ég er bara mjög spenntur. Þetta er stór leikur í sögu Víkings,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „Það er ekki oft sem við erum í Evrópukeppni. Og svo líka fyrir mig persónulega, þetta er fyrsti leikurinn minn sem þjálfari í Meistaradeildinni. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan leik og að komast áfram. Það er mikið í húfi fyrir íslenskan fótbolta. Við erum í góðu formi þannig að það er bara góð stemning í Víkinni.“ Mikil rigning hefur sett svip sinn á þennan lengsta dag ársins, en Arnar telur að það muni ekki hafa meiri áhrif á annað hvort liðið. „Ég held að það muni hjálpa bara báðum liðum fyrst að leikurinn er á gervigrasi. Þeir eru náttúrulega vanir að spila á því líka og menn vilja spila á rennblautu gervigrasi. Boltinn flýtur hraðar og það hentar okkur mjög vel. Er þetta ekki bara alíslenskt veður og ekkert hægt að kvarta yfir því. Það verður ekki mikill vindur hérna í Fossvoginum eins og vanalega, en rennblautur völlur mun hjálpa báðum liðum, klárlega.“ Ekki bara erfiðasta liðið í riðlinum, heldur langerfiðasta Fyrr í dag mættust Inter Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó í leik þar sem þeir fyrrnefndu höfðu betur, 2-1. Sigurlið kvöldsins mun því mæta Inter Escaldes í úrslitaleik umspilsins, en Arnar segir að Levadia Tallin sé sterkasti andstæðingurinn sem Víkingur gat fengið. „Nei, langerfiðasta liðið,“ sagði Arnar aðspurður að því hvort Levadia Tallin væri erfiðasta liðið að mæta af þessum þrem sem möguleiki var á. „Annað hvort erum við að fara að mæta þessu liði í úrslitaleik á föstudaginn eða núna og það er fínt að klára þennan leik. Með fullri virðingu fyrir liðunum frá Andorra og San Marínó þá eiga bæði Víkingur og Levadia að vinna þau tvö lið, þótt fótboltinn sé stundum skrýtinn. En úrslitaleikurinn er að mínu mati að fara fram hérna á eftir.“ „Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir Levadia leikinn Vonar að heimavöllurinn hjálpi og gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins Levadia Tallin er ríkjandi meistari í Eistlandi, rétt eins og Víkingur er ríkjandi meistari hér á Íslandi og Arnar segir margt svipað með þessum tveimur liðum. „Þeir eru ekkert ósvipaðir og við. Þeir leggja mikið upp úr því að halda bolta og eru góðir í því. Þeir eru ásamt Flora Tallin tvö langbestu liðin í Eistlandi. Það er svona kannski til marks um þeirra styrkleika þá urður þeir meistarar í fyrra og Flora Tallin komst í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni, bara svona til að menn átti sig aðeins á styrkleika deildarinnar.“ „Þetta er 50/50 leikur, en vonandi mun heimavöllurinn hjálpa okkur mikið og við fáum góðan stuðning. Eins og ég sagði áðan þá er mikið í húfi bæði fyrir okkar klúbb og íslenska knattspyrnu, þannig að vonandi verður stemning í Víkinni á eftir,“ sagði Arnar sem gerir sér fullkomna grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við því miður höfum hrapað neðarlega á listann sem gerir það að verkum að við erum að spila í umspili um að komast í forkeppni hérna á eftir. Það er ekki góð þróun ásamt því að við séum búin að missa fjórða sætið okkar og ég þarf ekkert að segja hversu mikla þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir íslenskan fótbolta.“ „Við þurfum bara að taka þessa ábyrgð, og taka henni mjög alvarlega, ásamt Blikum, sem gerðu mjög gott mót í Evrópukeppni í fyrra og KR sem eru fulltrúar Íslands í ár. Við þurfum bara að girða okkur í brók og fá þetta fjórða sæti aftur,“ sagði Arnar staðráðinn í því að gera vel í Evrópuævintýri Víkings. Leikur Víkings og Levadia Tallin hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Sjá meira
Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07