Nítján dagar í EM: Púllari sem vann sem endurskoðandi og hlustar á gospel-tónlist Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júní 2022 14:02 Guðrún Arnardóttir hefur fest sig í sessi í vörn íslenska landsliðsins. vísir/hulda margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir er önnur í röðinni. Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Guðrún er 26 ára gamall miðvörður sem leikur með Rosengård í Malmö í Svíþjóð. Guðrún var fengin til liðsins frá Djurgården eftir að Glódís Perla Viggósdóttir yfirgaf fyrrnefnda liðið fyrir Bayern München í Þýskalandi. Guðrún hefur smollið inn í lið Rosengård og vann sænska meistaratitilinn með félaginu í október í fyrra. Guðrún lék eitt tímabil með Selfossi í 1. deild árið 2011 áður en hún gekk í raðir Breiðabliks hvar hún lék fram til 2018 þegar hún flutti til Stokkhólms til að leika með Djurgården. Hún hefur leikið 18 landsleiki fyrir Íslands hönd, þann fyrsta á Algarve-mótinu 2015. Guðrún fagnaði sænska meistaratitlinum með Rosengård í haust.Twitter @fotbollskanal Fyrsti meistaraflokksleikur? Var árið 2011 með Selfossi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Svo margir kennt mér svo margt. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Akkurat núna er það Broke Boy með Malia Civetz Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, næstum öll stórfjölskyldan og nokkrir vinir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Vann í endurskoðun hjá EY í eitt og hálft ár, náði mér í BSc gráðu í hagfræði og er núna í mastersnámi við Háskólann á Bifröst. Í hvernig skóm spilarðu? Puma Future. Uppáhalds lið í enska? Liverpool. Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki en stundum Sudoku í símanum. Uppáhalds matur? Breytist mikið, akkurat núna er ég með æði fyrir öllu með halloumi. Fyndnust í landsliðinu? Cecilía. Gáfuðust í landsliðinu? Verður maður ekki að gefa doktor Elín Mettu og Harvard nemandanum Áslaugu Mundu þetta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný og Elín Metta skilja yfirleitt ekki mikið svigrúm eftir á klukkunni. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ég hef trú á Svíþjóð. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Alltaf skemmtilegt að kíkja í smá göngutúr og skoða það sem er í kringum hótelið. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Leiðinlegast að spila á móti leikmönnum sem kvarta og væla mikið. Átrúnaðargoð í æsku? Enginn einn sem ég get nefnt. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég hlusta mikið á gospel tónlist, finnst það bara svo kósý.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira