Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 10:00 KR hóf Íslandsmótið í brekku en fékk svo leikmenn heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum og leikheimild fyrir erlenda leikmenn sína. vísir/vilhelm Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00