Lífið

Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu

Elísabet Hanna skrifar
Beyoncé hefur gefið út fyrsta lagið af væntanlegri plötu.
Beyoncé hefur gefið út fyrsta lagið af væntanlegri plötu. Getty/Kevin Winter/PW18

Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016.

Í síðustu viku tilkynnti Columbia Records að ný plata frá henni væri væntanleg en lagið sjálft kom út heldur óvænt. Lagið er dansvænt með diskó tónum og hefur að geyma brot úr lagi Robin S, Show Me Love, frá árinu 1993. Einnig hefur það að geyma brot úr laginu Explode með Big Freedia.

Lagið má heyra í heild sinni hér að neðan:

Beyhive hópurinn líklegur til þess að hætta í vinnunni

Aðdáendahópur söngkonunnar er kallaður Beyhive og var hann ekki lengi að taka við sér þegar hún setti nafnið á laginu inn á Instagram miðilinn sinn. Í kjölfarið var nafnið hennar Beyoncé komið á topplista umræðunnar á miðlinum Twitter.

Á miðlinum eru aðdáendur að greina texta lagsins sem segir meðal annars: „Ég varð bara ástfangin og sagði upp vinnunni minni / ég ætla að finna nýjan drifkraft, fjandinn, þeir láta mig vinna svo helvíti mikið / vinna um níu, klára síðan klukkan fimm / Og þeir taka á taugunum á mér, þess vegna getur ekki sofið á nóttunni.“ Margir á forritinu virðast vera tilbúnir til þess að fylgja orðum drottningarinnar og segja upp vinnunni þó líklega sé um grín að ræða.

Fyrsta sóló platan í sex ár

Renaissance verður, líkt og áður sagði, fyrsta sóló platan hennar í sex ár en platan Lemonade sló rækilega í gegn 2016. Í millitíðinni hefur hún þó tekið þátt í verkefnum eins og The Lion King plötunni sem fylgi samnefndri bíómynd og Everything Is Love sem hún vann að ásamt eiginmanni sínum Jay-Z. 

Einnig gaf hún í millitíðinni út Homecoming: The Live Album sem var tekin upp í kringum Coachella tónleikana hennar árið 2018 og var Beyoncé tilnefnd til Óskarsins fyrir lagið Be Alive úr myndinni King Richard í ár.

Nýja platan er sögð innihalda dans og kántrí tóna en óvíst er hvort að um eina plötu sé að ræða eða hvort að henni sé skipt upp í parta þar sem Renaissance platan er merkt sem act 1 eða fyrsta atriði.

Langt ferli

Ritstjóri breska Vogue, Edward Enninful, tók viðtal við Beyoncé fyrir nýjasta tölublaðið og fékk að heyra brot af væntanlegri plötunni og í viðtalinu skrifaði Edward: „Sköpunin hefur verið langt ferli [...] og heimsfaraldurinn hefur gefið henni mun lengri tíma til þess að eyða í að hugsa og endurhugsa allar ákvarðanirnar. Alveg eins og hún vill hafa það.“


Tengdar fréttir

Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína

Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út.

Beyoncé tilnefnd til Óskarsins - Allar tilnefningarnar

Tilnefningar til Óskarsins voru gefnar út í dag og sáu þau Tracee Ellis Ross og Leslie Jordan um að kynna þær. Hátíðin mun fara fram þann 27. mars og var spennan fyrir tilnefningunum gríðarlega sérstaklega þar sem Íslendingar áttu möguleika á tilnefningu fyrir Dýrið.

Beyoncé uppgötvaði CBD og reisir nú hamprækt

Stórstjarnan Beyoncé uppgötvaði CBD á síðasta tónleikaferðalagi sínu og er nú að byggja sinn eigin búgarð þar sem hún mun rækta hamp og hunang. Tónlistarkonan fagnar 40 ára afmæli sínu í næsta mánuði og gerir upp áratugina fjóra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði af tímaritinu Harpers Bazaar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.