Á vef Veðurstofunnar segir að á norðanverðu Snæfellsnesi verði hins vegar hvassir vindstrengir og þar geti skapast varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem séu viðkvæm fyrir vindi.
Hiti á landinu í dag verður á bilinu átta til sextán stig, hlýjast norðaustantil.
„Vestlæg átt 8-15 m/s og skúrir á morgun, en snýst í norðlæga átt norðantil á landinu með rigningu. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Víða norðan gola eða kaldi síðdegis og dregur úr vætu norðanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Vestlæg átt 8-15 m/s og skúrir, en norðlægari og rigning norðantil á landinu. Víða norðan 5-13 og úrkomuminna síðdegis. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.
Á fimmtudag: Norðlæg átt 5-13, en austlægari syðst. Rigning með köflum á sunnanverðu landinu, annars þurrt að kalla. Hiti 5 til 11 stig, mildast vestantil.
Á föstudag: Norðlæg átt 5-10 og dálítil rigning um landið norðanvert. Bjart með köflum sunnantil, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti frá 5 stigum fyrir norðan, upp í 13 stig á Suðurlandi.
Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og skýjað með köflum, en fer að rigna austanlands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil væta með köflum. Hlýnar í veðri.