„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júní 2022 22:40 Arthur Bogason er formaður Landssambands smábátaeigenda. Einar Árnason Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að strandveiðarnar hafi verið að gefa óvenju vel af sér þetta sumarið. Miðað við leyfðan dagskammt og það fiskverð sem er þessa dagana þá er hver róður að gefa að jafnaði í brúttótekjur um eða yfir þrjúhundruð þúsund krónur eftir daginn. Strandveiðisjómenn landa í Árneshreppi á Ströndum. Höfnin í Norðurfirði er núna í ellefta sæti yfir aflahæstu strandveiðihafnir landsins, með 227 tonn, en var í fimmta sæti yfir landið í fyrra.Egill Aðalsteinsson Meðalafli úr róðri er núna um 50 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra og þorskverð um fjórðungi hærra, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. „Þetta eru algjör met. Við höfum verið að slá aflamet per dag aftur og aftur og alveg ljóst að það er fullt af fiski á miðunum. Við þurfum bara að fá það viðurkennt,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, og segir sorglegt að þetta virðist fara framhjá vísindamönnum. „Því að upplifun manna á miðunum, hún er ekki í neinu samræmi við það sem Hafró er að segja; annarsvegar að stofninn sé í rosalega góðu lagi, og hins vegar að það þurfi að skera niður veiðiheimildir.“ Svo mikið er víst, strandveiðiflotinn er á sex vikum búinn með um sextíu prósent kvótans. „Hann gæti bara klárast fyrir byrjun ágúst, miðað við þetta áframhald,“ segir Arthur. Tíu aflahæstu hafnir landsins, það sem af er strandveiðunum, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Allar eru á vestan- og norðvestanverðu landinu, nema Hornafjörður.Grafík/Kristján Jónsson Listi Fiskistofu yfir aflahæstu hafnir, með Patreksfjörð, Bolungarvík og Ólafsvík á toppnum, sýnir að mest hefur veiðst vestanlands, en Arthur segir alvarlegast ef önnur strandveiðisvæði verða útundan. „Sérstaklega náttúrlega svæðið fyrir norðan og norðaustan. Þar er bara rétt að byrja að fiskast núna.“ Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Í fyrra endaði Bakkafjörður í níunda sæti yfir aflahæstu hafnir strandveiðanna. Núna er Bakkafjörður í sautjánda sæti.Arnar Halldórsson Hann segir bara eitt til ráða: „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta, eða meiri aflaheimildir. Því að smábátaútgerðin hefur aldrei átt, og hún átti aldrei neina sök í því að hér þurfti að fara að takmarka veiðar. Þetta voru stóru skipin, stórútgerðin, sem á allan heiðurinn af því. Og fyrir vikið þá á að koma öðruvísi fram við smábátaútgerðina, hvort sem það heitir strandveiðar eða aðrar veiðar. Og þær eiga að njóta forgangs vegna forsögu mála,“ segir formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er listi Fiskistofu í heild yfir löndunarhafnir á strandveiðunum: Löndunarhöfn Afli úr sjó kg Patreksfjörður 687.852 Bolungarvík 542.020 Ólafsvík 532.304 Arnarstapi 404.773 Hornafjörður 398.759 Rif 336.586 Sandgerði 311.831 Skagaströnd 296.326 Suðureyri 254.887 Tálknafjörður 249.602 Norðurfjörður 227.026 Grundarfjörður 220.604 Siglufjörður 217.167 Stykkishólmur 152.555 Húsavík 130.637 Akranes 108.872 Bakkafjörður 101.073 Þorlákshöfn 100.469 Bíldudalur 94.727 Djúpivogur 90.689 Þingeyri 79.258 Vestmannaeyjar 78.360 Grindavík 70.369 Borgarfjörður eystri 68.741 Flateyri 68.399 Neskaupstaður 68.301 Grímsey 64.873 Dalvík 61.044 Sauðárkrókur 60.920 Hólmavík 53.642 Drangsnes 47.762 Þórshöfn 43.834 Raufarhöfn 35.245 Hofsós 28.535 Stöðvarfjörður 27.338 Brjánslækur 24.780 Akureyri 22.201 Hafnarfjörður 20.363 Vopnafjörður 18.534 Kópasker 15.321 Breiðdalsvík 10.342 Reykjavík 4.707 Ólafsfjörður 4.132 Seyðisfjörður 3.993 Hrísey 3.816 Eskifjörður 595 Mjóifjörður 251 Samtals 6.444.415 Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að strandveiðarnar hafi verið að gefa óvenju vel af sér þetta sumarið. Miðað við leyfðan dagskammt og það fiskverð sem er þessa dagana þá er hver róður að gefa að jafnaði í brúttótekjur um eða yfir þrjúhundruð þúsund krónur eftir daginn. Strandveiðisjómenn landa í Árneshreppi á Ströndum. Höfnin í Norðurfirði er núna í ellefta sæti yfir aflahæstu strandveiðihafnir landsins, með 227 tonn, en var í fimmta sæti yfir landið í fyrra.Egill Aðalsteinsson Meðalafli úr róðri er núna um 50 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra og þorskverð um fjórðungi hærra, samkvæmt tölum frá Landssambandi smábátaeigenda. „Þetta eru algjör met. Við höfum verið að slá aflamet per dag aftur og aftur og alveg ljóst að það er fullt af fiski á miðunum. Við þurfum bara að fá það viðurkennt,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, og segir sorglegt að þetta virðist fara framhjá vísindamönnum. „Því að upplifun manna á miðunum, hún er ekki í neinu samræmi við það sem Hafró er að segja; annarsvegar að stofninn sé í rosalega góðu lagi, og hins vegar að það þurfi að skera niður veiðiheimildir.“ Svo mikið er víst, strandveiðiflotinn er á sex vikum búinn með um sextíu prósent kvótans. „Hann gæti bara klárast fyrir byrjun ágúst, miðað við þetta áframhald,“ segir Arthur. Tíu aflahæstu hafnir landsins, það sem af er strandveiðunum, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Allar eru á vestan- og norðvestanverðu landinu, nema Hornafjörður.Grafík/Kristján Jónsson Listi Fiskistofu yfir aflahæstu hafnir, með Patreksfjörð, Bolungarvík og Ólafsvík á toppnum, sýnir að mest hefur veiðst vestanlands, en Arthur segir alvarlegast ef önnur strandveiðisvæði verða útundan. „Sérstaklega náttúrlega svæðið fyrir norðan og norðaustan. Þar er bara rétt að byrja að fiskast núna.“ Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Í fyrra endaði Bakkafjörður í níunda sæti yfir aflahæstu hafnir strandveiðanna. Núna er Bakkafjörður í sautjánda sæti.Arnar Halldórsson Hann segir bara eitt til ráða: „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta, eða meiri aflaheimildir. Því að smábátaútgerðin hefur aldrei átt, og hún átti aldrei neina sök í því að hér þurfti að fara að takmarka veiðar. Þetta voru stóru skipin, stórútgerðin, sem á allan heiðurinn af því. Og fyrir vikið þá á að koma öðruvísi fram við smábátaútgerðina, hvort sem það heitir strandveiðar eða aðrar veiðar. Og þær eiga að njóta forgangs vegna forsögu mála,“ segir formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér er listi Fiskistofu í heild yfir löndunarhafnir á strandveiðunum: Löndunarhöfn Afli úr sjó kg Patreksfjörður 687.852 Bolungarvík 542.020 Ólafsvík 532.304 Arnarstapi 404.773 Hornafjörður 398.759 Rif 336.586 Sandgerði 311.831 Skagaströnd 296.326 Suðureyri 254.887 Tálknafjörður 249.602 Norðurfjörður 227.026 Grundarfjörður 220.604 Siglufjörður 217.167 Stykkishólmur 152.555 Húsavík 130.637 Akranes 108.872 Bakkafjörður 101.073 Þorlákshöfn 100.469 Bíldudalur 94.727 Djúpivogur 90.689 Þingeyri 79.258 Vestmannaeyjar 78.360 Grindavík 70.369 Borgarfjörður eystri 68.741 Flateyri 68.399 Neskaupstaður 68.301 Grímsey 64.873 Dalvík 61.044 Sauðárkrókur 60.920 Hólmavík 53.642 Drangsnes 47.762 Þórshöfn 43.834 Raufarhöfn 35.245 Hofsós 28.535 Stöðvarfjörður 27.338 Brjánslækur 24.780 Akureyri 22.201 Hafnarfjörður 20.363 Vopnafjörður 18.534 Kópasker 15.321 Breiðdalsvík 10.342 Reykjavík 4.707 Ólafsfjörður 4.132 Seyðisfjörður 3.993 Hrísey 3.816 Eskifjörður 595 Mjóifjörður 251 Samtals 6.444.415
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09 Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25 Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Leggja til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks Hafrannsóknastofnun hefur lagt til sex prósenta lækkun aflamarks þorsks fyrir næsta fiskveiðiár. Stofnunin leggur því til að heildarafli lækki í rúmelga 222 þúsund tonn í tæplega 209 þúsund tonn. 15. júní 2022 13:09
Sér fram á milljarðatap ef þorskkvóti verður minnkaður frekar Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segist sjá fram á að útflutningstekjur af sjávarafurðum dragist saman um allt að sjö milljarða króna fari sjávarútvegsráðherra að ráðlegginum Hafrannsóknastofnunar um minni þorskkvóta. 15. júní 2022 20:23
Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. 2. júní 2022 17:25
Strandveiðisjómenn landa 275 þúsund króna aflaverðmæti að jafnaði úr róðri Mánuði eftir að strandveiðar hófust er búið að veiða um 35 prósent kvótans. Aflinn nemur samtals 3.672 tonnum en strandveiðipottur sumarsins er tíu þúsund tonn af þorski. Auk þess hafa veiðst 353 tonn af ufsa, samkvæmt samantekt Fiskistofu í morgun. 1. júní 2022 18:35