Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu eftir mikla kynþáttaníð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 17:00 Kylian Mbappé segist ekki hafa fengið vernd frá franska knattspyrnusambandinu og íhugaði að hætta í landsliðinu. James Williamson - AMA/Getty Images Franska stórstjarnan Kylian Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu í fótbolta eftir að leikmaðurinn verð fyrir mikilli kynþáttaníð í kjölfar þess að hann misnotaði vítaspyrnu sem varð til þess að liðið féll úr leik gegn Sviss á EM í fyrra. Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik. Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Frakkar og Svisslendingar áttust þá við í spennutrylli í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma og framlengingar, 3-3, og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Mbappé klikkaði þar á fimmtu og seinustu spyrnu heimsmeistaranna og Svisslendingar fóru því áfram í átta liða úrslit á kostnað Frakka. Segir að franska knattspyrnusambandið hafi ekki staðið með sér Eftir leikinn fékk Mbappé heilan helling af ljótum skilaboðum þar sem hann varð fyrir mikilli og grófri kynþáttaníð - eitthvað sem er því miður orðið allt of algengt í lífi íþróttafólks. Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, mætti í viðtal á dögunum þar sem hann sagðist hafa rætt við Mbappé fljótlega eftir mótið. Mbappé hafi þá verið tilbúinn til að yfirgefa franska landsliðið þar sem honum hafi ekki þótt franska knattspyrnusambandið standa með sér. „Honum þótti sambandið ekki verja sig nægilega eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna og alla þá gagnrýni sem hann fékk á sig á samfélagsmiðlum. Hann vildi ekki lengur spila fyrir franska landsliðið,“ sagði Le Graët. Mbappé fann sig hins vegar knúinn til að svara þessum ummælum Le Graëts og skrifaði á Twitter-síðu sína að forsetinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. „Reyndar útskýrði ég mjög vel fyrir honum að þetta hafi verið í tengslum við kynþáttafordóma en ekki vítaklúðrið. En hann komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ skrifaði Mbappé á Twitter-síðu sína. Oui enfin je lui ai surtout bien expliqué que c’était par rapport au racisme et NON au penalty. Mais lui considérait qu’il n’y avait pas eu de racisme… https://t.co/wZ1nQfb4l4— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 19, 2022 Sóknarmaðurinn hefur þó haldið áfram að spila fyrir franska landsliðið og skoraði bæði í undanúrslitum og úrslitum Þjóðadeildarinnar þar sem Frakkar fögnuðu sigri á seinasta ári. Þá skoraði hann einnig fjögur mörk fyrir liðið gegn Kasakstan er Frakkar tryggðu sæti sitt á HM í Katar. Ummæli leikmannsins birtust á Twitter-í gær, stuttu eftir að alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti niðurstöður úr rannsókn sinni á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020. Þær niðurstöður sýna að yfir helmingur leikmanna varð fyrir netníð á meðan leik stóð, fyrir og eftir leik.
Fótbolti Kynþáttafordómar Franski boltinn Tengdar fréttir Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30 Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Sjá meira
Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. 19. júní 2022 17:30