Vann sitt fyrsta risamót eftir æsispennandi lokasprett á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 07:30 Matthew Fitzpatrick kom, sá og sigraði um helgina. David Cannon/Getty Images Englendingurinn Matt Fitzpatrick vann Opna bandaríska meistaramótið í golfi sem fram fór um helgina. Hinn 27 ára gamli Fitzpatrick hafði betur eftir hörkukeppni við Scottie Scheffler, efsta kylfing heimslistans, og Will Zalatoris. Aðeins munaði einu höggi á kylfingunum. Opna bandaríska meistaramótið fór fram í 122. sinn um helgina. Fitzpatrick fylgir í fótspor hins goðsagnakennda Jack Nicklaus en hann er aðeins annar kylfingur sögunnar, og sá fyrsti sem er ekki frá Bandaríkjunum, til að vinna áhugamannamót Bandaríkjanna (e. US Amateur) og meistaramótið (e. US Open) á sama velli en hann vann áhugamannamótið árið 2013. Fitzpatrick hefur sjö sinnum landað sigri á Evrópumótaröðinni en aldrei unnið stórmót, það er fyrr en nú. Fyrir lokadag mótsins voru Fitzpatrick og Zalatoris jafnir. Sá fyrrnefndi spilaði á 68 höggum sem dugði til sigurs en en alls spilaði Fitzpatrick á sex höggum undir pari á meðan Zalatoris og Scheffler voru báðir á fimm höggum undir pari. Fitzpatrick átti ótrúlegt skot úr glompu undir lok móts sem sá til þess að hann átti möguleika á titlinum. Skotið má sjá hér að neðan. Absolute nails. #USOpen pic.twitter.com/2V218Ahvnj— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er svo mikil klisja en þetta er eitthvað sem manni dreymir um sem barn. Ég gæti lagt kylfuna á hilluna á morgun og verið hamingjusamur maður,“ sagði Fitzpatrick við fjölmiðla að móti loknu. Verandi frá Sheffield í Englandi þó tókst honum að blanda Sheffield United inn í umræðuna. „Ég er eins – það býst enginn við að mér gangi vel, eða það býst enginn við að ég nái árangri. Mér líður eins og ég hafi þurft að leggja virkilega hart að mér til að ná þessum árangri. Það er hugarfarið hjá öllum þar sem ég ólst upp. Að vera lítilmagni og þurfa vinna fyrir því sem þú færð,“ bætti Fitzpatrick við. A ball striking clinic! @MattFitz94 hit 17/18 greens in regulation on Sunday, best in the #USOpen field.His spectacular effort is our @Lexus Top Performance of the Day. #LexusGolf pic.twitter.com/oQ3YPgxxmA— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 Hann svo sannarlega fyrir kaupinu um helgina en alls fær hann 3,15 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Sjá meira
Opna bandaríska meistaramótið fór fram í 122. sinn um helgina. Fitzpatrick fylgir í fótspor hins goðsagnakennda Jack Nicklaus en hann er aðeins annar kylfingur sögunnar, og sá fyrsti sem er ekki frá Bandaríkjunum, til að vinna áhugamannamót Bandaríkjanna (e. US Amateur) og meistaramótið (e. US Open) á sama velli en hann vann áhugamannamótið árið 2013. Fitzpatrick hefur sjö sinnum landað sigri á Evrópumótaröðinni en aldrei unnið stórmót, það er fyrr en nú. Fyrir lokadag mótsins voru Fitzpatrick og Zalatoris jafnir. Sá fyrrnefndi spilaði á 68 höggum sem dugði til sigurs en en alls spilaði Fitzpatrick á sex höggum undir pari á meðan Zalatoris og Scheffler voru báðir á fimm höggum undir pari. Fitzpatrick átti ótrúlegt skot úr glompu undir lok móts sem sá til þess að hann átti möguleika á titlinum. Skotið má sjá hér að neðan. Absolute nails. #USOpen pic.twitter.com/2V218Ahvnj— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 „Þetta er ólýsanleg tilfinning. Það er svo mikil klisja en þetta er eitthvað sem manni dreymir um sem barn. Ég gæti lagt kylfuna á hilluna á morgun og verið hamingjusamur maður,“ sagði Fitzpatrick við fjölmiðla að móti loknu. Verandi frá Sheffield í Englandi þó tókst honum að blanda Sheffield United inn í umræðuna. „Ég er eins – það býst enginn við að mér gangi vel, eða það býst enginn við að ég nái árangri. Mér líður eins og ég hafi þurft að leggja virkilega hart að mér til að ná þessum árangri. Það er hugarfarið hjá öllum þar sem ég ólst upp. Að vera lítilmagni og þurfa vinna fyrir því sem þú færð,“ bætti Fitzpatrick við. A ball striking clinic! @MattFitz94 hit 17/18 greens in regulation on Sunday, best in the #USOpen field.His spectacular effort is our @Lexus Top Performance of the Day. #LexusGolf pic.twitter.com/oQ3YPgxxmA— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 20, 2022 Hann svo sannarlega fyrir kaupinu um helgina en alls fær hann 3,15 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Sjá meira