Airport Direct segir hegðun bílstjórans óásættanlega Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 12:17 Stjórnendur fyrirtækisins hyggjast bregðast við ábendingunni. Skjáskot/Airport Direct Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn. Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira