Svikin loforð nýfrjálshyggjunnar Gunnar Smári Egilsson skrifar 19. júní 2022 07:01 Komandi efnahagsþrengingar eru ekki afleiðing stríðs eða farsóttar heldur þrot efnahagsstefnu sem rekin hefur verið á Vesturlöndum og víðar á liðnum áratugum. Þetta er auðvitað sú arma skepna nýfrjálshyggjan, sem hefur grafið undan öllum stoðum samfélagsins og flutt völd, fé, eignir og auðlindir frá almenningi til hinna ríku, frá fjöldanum til hinna fáu. Nýfrjálshyggjan hrundi í fjármálahruninu 2008 en er samt sem áður enn ríkjandi stefna stjórnvalda í okkar heimshluta. Og líka grunnurinn að stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þótt nýfrjálshyggjan sé fallin sem samfélagssáttmáli er ekki ljóst hvað mun taka við. Við stöndum því ekki bara frammi fyrir efnahagskreppu heldur stjórnmálakreppu. Til að leysa þá fyrri verðum við að leysa þá síðari. Stórkarlaleg loforð nýfrjálshyggjunnar Nýfrjálshyggjan lofaði ykkur að skattalækkun til hinna ríku myndi gagnast öllum. Hún hélt því fram að þótt ójöfnuður ykist myndu lífskjör hinna efnaminni batna svo mikið að það væri þess virði. Kenningin var að hin ríku myndi nota aukinn auð sinn til að auðga atvinnulífið svo kakan stækkaði, eins og sagt var. Hin efnaminni fengju hlutfallslega minni sneið en sú sneið yrði samt miklu stærri en sú sem þau fengu áður. Nýfrjálshyggjan lofaði ykkur að skattalækkanir til hinna ríku, einkavæðing opinberra fyrirtækja og markaðsvæðing allra sviða samfélagsins myndi færa ykkur öflugra efnahagslíf sem myndi verða grunnur undir kröftugra samfélag. Kenningin var að opinber rekstur og ríkisafskipti hefði haldið afli samfélagsins niðri. Ef við lyftum þessu fargi af samfélaginu myndi það lyftast og blómstra. Minni sneið af minni köku Flest fólk hefur áttað sig á að þessi loforð gengu alls ekki eftir. Nýfrjálshyggjan byggði því á falsi og lygi. Hún leiddi ekki til farsældar heldur dró úr afli samfélagsins. Við fengum aukinn ójöfnuð, eins og lofað var, en það dró verulega úr hagvexti. Þau sem fengu minni sneið af kökunni hafa þurft að þola mestar hörmungar af þessari andstyggilegu stjórnmálastefnu. Aukinn ójöfnuður, minni tekjujöfnun í gegnum skattkerfið og veiking grunnkerfa samfélagsins veikti stöðu hinna lakar settu. Og þau sem auðgast hafa innan nýfrjálshyggjunnar hafa gert það á kostnað þessa fólks, þau hafa stækkað sína sneið á kostnað þeirra sem höfðu minnst fyrir. Ef þú ert meðal þeirra sem enn hafa ekki enn séð í gegnum nýfrjálshyggjuna vil ég útskýra blekkinguna aðeins nánar. Endir bundinn á langt uppbyggingarskeið Einfaldasta og skýrasti mælikvarðinn á þrótt efnahagskerfis er landsframleiðsla á mann. Á eftirstríðsárunum fram að nýfrjálshyggju jókst landsframleiðsla á mann að meðaltali um 2,76% á ári. Á þessum árum, frá 1945 til 1990, voru flest grunnkerfi samfélagsins byggð upp. Lífskjör almennings umbreyttust. Þetta var tímabil samfélagsuppbyggingar. Þótt nýfrjálshyggjan hafi haft áhrif á stefnu stjórnvalda á níunda áratugnum má segja að hún hafi ekki orðið ríkjandi samfélagssáttmáli fyrr en með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1991. Síðan þá hafa allar ríkisstjórnir rekið nýfrjálshyggna efnahagsstefnu. Frá 1991 hefur árleg landsframleiðsla á mann aukist um 1,39% að meðaltali. Það er aðeins helmingurinn af því sem var á eftirstríðsárunum. Þannig fór um loforðið um aukið afl hagkerfisins ef fólk myndi fallast á kenningar nýfrjálshyggjunnar. Leikur að tölum Ef þessi eymdarstefna hefði verið ríkjandi frá stríðslokum værum við nú með hagkerfi sem væri álíka öflugt og íslenska hagkerfið var árið 1980. Það er álíka afl og er í hagkerfi Grikklands í dag. Ef okkur hefði auðnast að halda sömu stefnu og á eftirstríðsárunum, losnað við eituráhrif nýfrjálshyggjunnar, væri hagvöxtur á mann í dag 82% hærri en hann er, ekki 8,7 m.kr. heldur 15,9 m.kr. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða svona, en þessi dæmi gefa samt mynd af því hversu aflminna hagkerfið var á nýfrjálshyggjutímanum en það var á eftirstríðsárunum. Og það skiptir ekki máli þótt við berum nýfrjálshyggjuna við umrótstímann frá stríðslokum til 1970, þegar landsframleiðsla á mann óx að meðaltali um 2,28% á ári, eða verðbólgutímann frá 1970 til 1990, þegar árlega landsframleiðsla á mann óx að meðaltali um 3,37%, þá stenst nýfrjálshyggjan engan samanburð. Loforðið um að kakan myndi stækka mikið ef við gæfum ríku fólki aukin völd, fé, eignir og auðlindir var svikið. Kakan stækkaði lítið og miklu minna en áður. Aðgerðalítið ríkisvald Nú stöndum við frammi fyrir efnahagsþrengingum enn á ný. Fram undan er verðbólga, skerðing kaupmáttar, samdráttur og hrun eignaverðs. Þetta eru ekki afleiðingar stríðs eða faraldurs heldur þeirrar efnahagsstefnu sem hefur verið rekin á Vesturlöndum á nýfrjálshyggjuárunum. Hún einkenndist af aðgerðarleysi ríkisstjórna sem treystu á að seðlabankar örvuðu markaði þegar eignaverð féll, fyrst og fremst til að verja auð hinna ríku. Niðurstaðan varð langvarandi eignabóla sem nú er að springa. Fjárausturinn til að halda uppi eignaverði hefur blásið upp verðbólgu. Og þar sem fénu var beint til einkafyrirtækja, sem nýttu sér það til að ýta undir eignabóluna en ekki til uppbyggingar innviða og grunnkerfa samfélagsins, standa samfélögin veikt gagnvart komandi þrengingum. Að baki eru mörg ár glataðra tækifæra til að nota ódýrt lánsfé til uppbyggingar. Ríkissjóðir hafa verið veiktir með skattaafslætti til hinna ríku í stað þess að nýta afl þeirra til innviðauppbyggingar. Vísvitandi dregið úr afli hins opinbera Munurinn á efnahagsstefnu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggjuáranna var sá helstur að á eftirstríðsárunum var afl ríkissjóðs notað til að byggja vegi, brýr, hafnir, virkjanir, skóla, sjúkrahús o.s.frv. Og starfsemi í þessum húsum. Á nýfrjálshyggjutímanum voru hendur hins opinbera bundnar með reglum um hámark skuldsetningar og hallareksturs. Ríki og sveitarfélögum var í raun bannað að byggja upp samfélögin. Var þetta gert af því að reynslan af samfélagsuppbyggingu tuttugustu aldra var svona slæm? Nei. Reynslan var þvert á móti frábær. Endurreisn ríkja eftir seinni heimsstyrjöld byggði á opinberri samfélagsuppbyggingu. Þetta á við um efnahagsundur Þýskalands, Japan og Kóreu en einnig efnahagsveldi Bandaríkjanna og velferðarríki Norðurlanda. Ríki og sveitarfélögum var ekki bannað að fjárfesta á nýfrjálshyggjuárunum vegna slæmrar reynslu heldur af trúarlegum ástæðum. Innan samfélagssáttmála nýfrjálshyggjunnar var því trúað að ríkið væri vandamálið og með því að hefta afl þess myndi hinn svokallaði markaður, sem er annað hugtak yfir hin ríku, leysa úr læðingi mikla orku sem myndi færa öllum velsæld. Bókhaldstrix til að færa fé til hinna ríku Eins og ég rakti að ofan reyndist þetta tóm þvæla. Það dró úr vexti hagkerfisins. Hendur hins opinbera voru bundnar til að auðvelda auðvaldinu að sölsa undir sig almannaeigur, auðlindir og opinberan rekstur. Ríkið mátti ekki leggja vegi vegna þess að þá myndu skuldir þess aukast umfram ímynduð mörk eða hallarekstur fara yfir önnur ímynduð mörk. Ekki mátti horfa til þess að þarna væri um þjóðhagslega hagkvæma fjárfestingu að ræða. Ekki mátti horfa til þess að lagning vega var ekki rekstur heldur fjárfesting sem skilaði samfélaginu auknum hag. En ríkið mátti semja við einkafyrirtæki um að leggja veginn og rukka fyrir afnot af honum, jafnvel þótt skuldbinding samfélagsins vegna veggjalda komandi ára væri miklu hærri en ef ríkið hefði fjármagnað veginn sjálft. Af svipuðum ástæðum gat Reykjavíkurborg ekki byggt yfir skrifstofur sínar í Borgartúni vegna þess að skuldir borgarinnar voru við ímyndað hámark. Borgin gat hins vegar gert langtíma leigusamning við einkafyrirtæki út í bæ fyrir hærri upphæð en nam byggingarkostnaðinum. Nýfrjálshyggjan er þannig bókhaldstrix ofan á alla heimskuna. Trix sem gengur út á að lama hið opinbera, framkvæmdaarm almenningsvaldsins, svo einkafyrirtæki get blóðmjólkað almenning og opinbera sjóði. Hin ríku eiga ekki að stjórna Fyrir utan óréttlætið og svívirðilegan þjófnaðinn sem í þessu fellst, þá er þetta arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar. Það tapa allir á þessu. Nema hin ríku. Þau auðgast þótt samfélagið veikist. En af hverju ættu hin ríku að vilja veikja samfélagið? Ja, svarið er að hin ríku hafa aldrei viljað byggja upp samfélög. Þau hafa það fínt og hafa engan sérstakan hag af samfélagsuppbyggingu. Og það sem meira er; hin ríku meta það svo að samfélagið verði betra eftir því sem þau auðgast meira. Þegar þau leggjast á samfélagið, ræna opinber sjóði og mergsjúga almenning, telja þau að samfélagið sé á réttri leið. Þótt augljóst að svo sé ekki. Hin fátæku og kúguðu hafa hins vegar allan hag af samfélagsuppbyggingu. Þau hafa ekki efnahagslegan styrk til að bjarga sér sjálf innan óhefts kapítalisma. Sókn þessa fólks eftir bættum lífi hefur því verið drifkraftur samfélagsuppbyggingar á öllum tímum. Til þeirrar baráttu má rekja alla uppbyggingu innviða og grunnkerfa. Þess vegna er það svo að best er að fela hinum fátæku að móta stefnu hins opinbera. Það vitlausasta sem þjóðir gera er að fela hinum ríku stjórn hins opinbera. En það hefur einmitt verið eitt af einkennum nýfrjálshyggjuáranna; auðfólk í stjórnmálum. Niðurstaðan er aukinn auður hinna auðugu, en grotnandi innviðir og grunnkerfi samfélagsins. Endurnýjun stjórnmála forsenda endurreisnar samfélagsins Þetta er staðan frammi fyrir komandi efnahagsþrengingum. Leiðin fram hjá þeim er að endurvekja afl hins opinbera, framkvæmdaarms lýðræðisvettvangsins. Við þurfum að snúa okkur að samfélagsuppbyggingu og ákveða hvers konar samfélag við viljum búa börnum okkar. Það er fullreynt að slíkt samfélag muni stíga niður af himni ofan ef við lömum hið opinbera og felum markaðnum, þ.e. hinum ríku, samfélagsmótunina. Hin ríku munu aðeins auðga sig sjálf og sölsa undir sig völd, fé, eignir og auðlindir almennings. Við þurfum stjórnmál sem fjalla um akkúrat þetta; hvers konar samfélag eigi að byggja upp. Við þurfum að byggja yfir fólk örugg heimili, byggja upp velferð, menntun og heilbrigðiskerfi; þurfum að byggja upp vegi, brýr, hafnir, lestir, fjarskipti og aðra harða innviði; þurfum að byggja upp nýsköpun, matvælaframleiðslu og flýta orkuskiptum. Við þurfum að spyrja okkur hver sé Hitaveita okkar tíma, Landsvirkjun, héraðsskólarnir og -sjúkrahúsin, kaupfélögin, bæjarútgerðirnar og Þjóðleikhús svo fáein dæmi séu tekin af samfélagsuppbyggingu síðustu aldar, átakinu sem lyfti Íslandi úr fátækt og fálæti. Við þurfum að byggja upp alþýðustjórnmál Við stöndum á tímamótum við lok nýfrjálshyggjutímans þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að sú kenning var tóm þvæla. Sum stjórnmálaöfl munu ekki geta horfst í augu við hrun nýfrjálshyggjunnar og halda í vonina um að frjálslynd viðhorf ofan á nýfrjálshygginni efnahagsstefnu sé eini valkosturinn. Þau sem auðguðust mest innan nýfrjálshyggjunnar munu freista þess að verja auð sinn með popúlískum fasisma. Eina leiðin til uppbyggingar samfélagsins er hins vegar endurreisn alþýðustjórnmála. Í því felst endurreisn verkalýðshreyfingar og annarra samtaka sem berjast fyrir hagsmunum almennings og uppbygging stjórnmálaflokka sem byggja á þessum hreyfingum. Undirstaða alþýðustjórnmála er að ríkisvaldinu og hinu opinbera sé beitt til að byggja upp jöfnuð og réttlæti, að hið opinbera sé framkvæmdaarmur alþýðunnar og að því sé beitt til að jafna lífskjör og efla. Markmið alþýðustjórnmála er að byggja upp afl innan samfélagsins sem getur vegið á móti ógnarvaldi auðvaldsins. Eins og auðurinn er farvegur valds hinna fáu er lýðræðið farvegur valds fjöldans. Alþýðustjórnmál eru auðvitað annað heiti sósíalismans, sem er breiður farvegur réttlætisbaráttu alþýðunnar. Innan þess farvegar rúmast ólíkar áherslur en við njótum þess núna að geta sameinast um eitt markmið; að vinda ofan að skaða nýfrjálshyggjunnar, ná ríkisvaldinu úr höndum auðvaldsins og þjóna þess og hefja endurreisn og uppbyggingu samfélagsins. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Komandi efnahagsþrengingar eru ekki afleiðing stríðs eða farsóttar heldur þrot efnahagsstefnu sem rekin hefur verið á Vesturlöndum og víðar á liðnum áratugum. Þetta er auðvitað sú arma skepna nýfrjálshyggjan, sem hefur grafið undan öllum stoðum samfélagsins og flutt völd, fé, eignir og auðlindir frá almenningi til hinna ríku, frá fjöldanum til hinna fáu. Nýfrjálshyggjan hrundi í fjármálahruninu 2008 en er samt sem áður enn ríkjandi stefna stjórnvalda í okkar heimshluta. Og líka grunnurinn að stefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Þótt nýfrjálshyggjan sé fallin sem samfélagssáttmáli er ekki ljóst hvað mun taka við. Við stöndum því ekki bara frammi fyrir efnahagskreppu heldur stjórnmálakreppu. Til að leysa þá fyrri verðum við að leysa þá síðari. Stórkarlaleg loforð nýfrjálshyggjunnar Nýfrjálshyggjan lofaði ykkur að skattalækkun til hinna ríku myndi gagnast öllum. Hún hélt því fram að þótt ójöfnuður ykist myndu lífskjör hinna efnaminni batna svo mikið að það væri þess virði. Kenningin var að hin ríku myndi nota aukinn auð sinn til að auðga atvinnulífið svo kakan stækkaði, eins og sagt var. Hin efnaminni fengju hlutfallslega minni sneið en sú sneið yrði samt miklu stærri en sú sem þau fengu áður. Nýfrjálshyggjan lofaði ykkur að skattalækkanir til hinna ríku, einkavæðing opinberra fyrirtækja og markaðsvæðing allra sviða samfélagsins myndi færa ykkur öflugra efnahagslíf sem myndi verða grunnur undir kröftugra samfélag. Kenningin var að opinber rekstur og ríkisafskipti hefði haldið afli samfélagsins niðri. Ef við lyftum þessu fargi af samfélaginu myndi það lyftast og blómstra. Minni sneið af minni köku Flest fólk hefur áttað sig á að þessi loforð gengu alls ekki eftir. Nýfrjálshyggjan byggði því á falsi og lygi. Hún leiddi ekki til farsældar heldur dró úr afli samfélagsins. Við fengum aukinn ójöfnuð, eins og lofað var, en það dró verulega úr hagvexti. Þau sem fengu minni sneið af kökunni hafa þurft að þola mestar hörmungar af þessari andstyggilegu stjórnmálastefnu. Aukinn ójöfnuður, minni tekjujöfnun í gegnum skattkerfið og veiking grunnkerfa samfélagsins veikti stöðu hinna lakar settu. Og þau sem auðgast hafa innan nýfrjálshyggjunnar hafa gert það á kostnað þessa fólks, þau hafa stækkað sína sneið á kostnað þeirra sem höfðu minnst fyrir. Ef þú ert meðal þeirra sem enn hafa ekki enn séð í gegnum nýfrjálshyggjuna vil ég útskýra blekkinguna aðeins nánar. Endir bundinn á langt uppbyggingarskeið Einfaldasta og skýrasti mælikvarðinn á þrótt efnahagskerfis er landsframleiðsla á mann. Á eftirstríðsárunum fram að nýfrjálshyggju jókst landsframleiðsla á mann að meðaltali um 2,76% á ári. Á þessum árum, frá 1945 til 1990, voru flest grunnkerfi samfélagsins byggð upp. Lífskjör almennings umbreyttust. Þetta var tímabil samfélagsuppbyggingar. Þótt nýfrjálshyggjan hafi haft áhrif á stefnu stjórnvalda á níunda áratugnum má segja að hún hafi ekki orðið ríkjandi samfélagssáttmáli fyrr en með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1991. Síðan þá hafa allar ríkisstjórnir rekið nýfrjálshyggna efnahagsstefnu. Frá 1991 hefur árleg landsframleiðsla á mann aukist um 1,39% að meðaltali. Það er aðeins helmingurinn af því sem var á eftirstríðsárunum. Þannig fór um loforðið um aukið afl hagkerfisins ef fólk myndi fallast á kenningar nýfrjálshyggjunnar. Leikur að tölum Ef þessi eymdarstefna hefði verið ríkjandi frá stríðslokum værum við nú með hagkerfi sem væri álíka öflugt og íslenska hagkerfið var árið 1980. Það er álíka afl og er í hagkerfi Grikklands í dag. Ef okkur hefði auðnast að halda sömu stefnu og á eftirstríðsárunum, losnað við eituráhrif nýfrjálshyggjunnar, væri hagvöxtur á mann í dag 82% hærri en hann er, ekki 8,7 m.kr. heldur 15,9 m.kr. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða svona, en þessi dæmi gefa samt mynd af því hversu aflminna hagkerfið var á nýfrjálshyggjutímanum en það var á eftirstríðsárunum. Og það skiptir ekki máli þótt við berum nýfrjálshyggjuna við umrótstímann frá stríðslokum til 1970, þegar landsframleiðsla á mann óx að meðaltali um 2,28% á ári, eða verðbólgutímann frá 1970 til 1990, þegar árlega landsframleiðsla á mann óx að meðaltali um 3,37%, þá stenst nýfrjálshyggjan engan samanburð. Loforðið um að kakan myndi stækka mikið ef við gæfum ríku fólki aukin völd, fé, eignir og auðlindir var svikið. Kakan stækkaði lítið og miklu minna en áður. Aðgerðalítið ríkisvald Nú stöndum við frammi fyrir efnahagsþrengingum enn á ný. Fram undan er verðbólga, skerðing kaupmáttar, samdráttur og hrun eignaverðs. Þetta eru ekki afleiðingar stríðs eða faraldurs heldur þeirrar efnahagsstefnu sem hefur verið rekin á Vesturlöndum á nýfrjálshyggjuárunum. Hún einkenndist af aðgerðarleysi ríkisstjórna sem treystu á að seðlabankar örvuðu markaði þegar eignaverð féll, fyrst og fremst til að verja auð hinna ríku. Niðurstaðan varð langvarandi eignabóla sem nú er að springa. Fjárausturinn til að halda uppi eignaverði hefur blásið upp verðbólgu. Og þar sem fénu var beint til einkafyrirtækja, sem nýttu sér það til að ýta undir eignabóluna en ekki til uppbyggingar innviða og grunnkerfa samfélagsins, standa samfélögin veikt gagnvart komandi þrengingum. Að baki eru mörg ár glataðra tækifæra til að nota ódýrt lánsfé til uppbyggingar. Ríkissjóðir hafa verið veiktir með skattaafslætti til hinna ríku í stað þess að nýta afl þeirra til innviðauppbyggingar. Vísvitandi dregið úr afli hins opinbera Munurinn á efnahagsstefnu eftirstríðsáranna og nýfrjálshyggjuáranna var sá helstur að á eftirstríðsárunum var afl ríkissjóðs notað til að byggja vegi, brýr, hafnir, virkjanir, skóla, sjúkrahús o.s.frv. Og starfsemi í þessum húsum. Á nýfrjálshyggjutímanum voru hendur hins opinbera bundnar með reglum um hámark skuldsetningar og hallareksturs. Ríki og sveitarfélögum var í raun bannað að byggja upp samfélögin. Var þetta gert af því að reynslan af samfélagsuppbyggingu tuttugustu aldra var svona slæm? Nei. Reynslan var þvert á móti frábær. Endurreisn ríkja eftir seinni heimsstyrjöld byggði á opinberri samfélagsuppbyggingu. Þetta á við um efnahagsundur Þýskalands, Japan og Kóreu en einnig efnahagsveldi Bandaríkjanna og velferðarríki Norðurlanda. Ríki og sveitarfélögum var ekki bannað að fjárfesta á nýfrjálshyggjuárunum vegna slæmrar reynslu heldur af trúarlegum ástæðum. Innan samfélagssáttmála nýfrjálshyggjunnar var því trúað að ríkið væri vandamálið og með því að hefta afl þess myndi hinn svokallaði markaður, sem er annað hugtak yfir hin ríku, leysa úr læðingi mikla orku sem myndi færa öllum velsæld. Bókhaldstrix til að færa fé til hinna ríku Eins og ég rakti að ofan reyndist þetta tóm þvæla. Það dró úr vexti hagkerfisins. Hendur hins opinbera voru bundnar til að auðvelda auðvaldinu að sölsa undir sig almannaeigur, auðlindir og opinberan rekstur. Ríkið mátti ekki leggja vegi vegna þess að þá myndu skuldir þess aukast umfram ímynduð mörk eða hallarekstur fara yfir önnur ímynduð mörk. Ekki mátti horfa til þess að þarna væri um þjóðhagslega hagkvæma fjárfestingu að ræða. Ekki mátti horfa til þess að lagning vega var ekki rekstur heldur fjárfesting sem skilaði samfélaginu auknum hag. En ríkið mátti semja við einkafyrirtæki um að leggja veginn og rukka fyrir afnot af honum, jafnvel þótt skuldbinding samfélagsins vegna veggjalda komandi ára væri miklu hærri en ef ríkið hefði fjármagnað veginn sjálft. Af svipuðum ástæðum gat Reykjavíkurborg ekki byggt yfir skrifstofur sínar í Borgartúni vegna þess að skuldir borgarinnar voru við ímyndað hámark. Borgin gat hins vegar gert langtíma leigusamning við einkafyrirtæki út í bæ fyrir hærri upphæð en nam byggingarkostnaðinum. Nýfrjálshyggjan er þannig bókhaldstrix ofan á alla heimskuna. Trix sem gengur út á að lama hið opinbera, framkvæmdaarm almenningsvaldsins, svo einkafyrirtæki get blóðmjólkað almenning og opinbera sjóði. Hin ríku eiga ekki að stjórna Fyrir utan óréttlætið og svívirðilegan þjófnaðinn sem í þessu fellst, þá er þetta arfavitlaus leið til samfélagsuppbyggingar. Það tapa allir á þessu. Nema hin ríku. Þau auðgast þótt samfélagið veikist. En af hverju ættu hin ríku að vilja veikja samfélagið? Ja, svarið er að hin ríku hafa aldrei viljað byggja upp samfélög. Þau hafa það fínt og hafa engan sérstakan hag af samfélagsuppbyggingu. Og það sem meira er; hin ríku meta það svo að samfélagið verði betra eftir því sem þau auðgast meira. Þegar þau leggjast á samfélagið, ræna opinber sjóði og mergsjúga almenning, telja þau að samfélagið sé á réttri leið. Þótt augljóst að svo sé ekki. Hin fátæku og kúguðu hafa hins vegar allan hag af samfélagsuppbyggingu. Þau hafa ekki efnahagslegan styrk til að bjarga sér sjálf innan óhefts kapítalisma. Sókn þessa fólks eftir bættum lífi hefur því verið drifkraftur samfélagsuppbyggingar á öllum tímum. Til þeirrar baráttu má rekja alla uppbyggingu innviða og grunnkerfa. Þess vegna er það svo að best er að fela hinum fátæku að móta stefnu hins opinbera. Það vitlausasta sem þjóðir gera er að fela hinum ríku stjórn hins opinbera. En það hefur einmitt verið eitt af einkennum nýfrjálshyggjuáranna; auðfólk í stjórnmálum. Niðurstaðan er aukinn auður hinna auðugu, en grotnandi innviðir og grunnkerfi samfélagsins. Endurnýjun stjórnmála forsenda endurreisnar samfélagsins Þetta er staðan frammi fyrir komandi efnahagsþrengingum. Leiðin fram hjá þeim er að endurvekja afl hins opinbera, framkvæmdaarms lýðræðisvettvangsins. Við þurfum að snúa okkur að samfélagsuppbyggingu og ákveða hvers konar samfélag við viljum búa börnum okkar. Það er fullreynt að slíkt samfélag muni stíga niður af himni ofan ef við lömum hið opinbera og felum markaðnum, þ.e. hinum ríku, samfélagsmótunina. Hin ríku munu aðeins auðga sig sjálf og sölsa undir sig völd, fé, eignir og auðlindir almennings. Við þurfum stjórnmál sem fjalla um akkúrat þetta; hvers konar samfélag eigi að byggja upp. Við þurfum að byggja yfir fólk örugg heimili, byggja upp velferð, menntun og heilbrigðiskerfi; þurfum að byggja upp vegi, brýr, hafnir, lestir, fjarskipti og aðra harða innviði; þurfum að byggja upp nýsköpun, matvælaframleiðslu og flýta orkuskiptum. Við þurfum að spyrja okkur hver sé Hitaveita okkar tíma, Landsvirkjun, héraðsskólarnir og -sjúkrahúsin, kaupfélögin, bæjarútgerðirnar og Þjóðleikhús svo fáein dæmi séu tekin af samfélagsuppbyggingu síðustu aldar, átakinu sem lyfti Íslandi úr fátækt og fálæti. Við þurfum að byggja upp alþýðustjórnmál Við stöndum á tímamótum við lok nýfrjálshyggjutímans þegar öllum ætti að vera orðið ljóst að sú kenning var tóm þvæla. Sum stjórnmálaöfl munu ekki geta horfst í augu við hrun nýfrjálshyggjunnar og halda í vonina um að frjálslynd viðhorf ofan á nýfrjálshygginni efnahagsstefnu sé eini valkosturinn. Þau sem auðguðust mest innan nýfrjálshyggjunnar munu freista þess að verja auð sinn með popúlískum fasisma. Eina leiðin til uppbyggingar samfélagsins er hins vegar endurreisn alþýðustjórnmála. Í því felst endurreisn verkalýðshreyfingar og annarra samtaka sem berjast fyrir hagsmunum almennings og uppbygging stjórnmálaflokka sem byggja á þessum hreyfingum. Undirstaða alþýðustjórnmála er að ríkisvaldinu og hinu opinbera sé beitt til að byggja upp jöfnuð og réttlæti, að hið opinbera sé framkvæmdaarmur alþýðunnar og að því sé beitt til að jafna lífskjör og efla. Markmið alþýðustjórnmála er að byggja upp afl innan samfélagsins sem getur vegið á móti ógnarvaldi auðvaldsins. Eins og auðurinn er farvegur valds hinna fáu er lýðræðið farvegur valds fjöldans. Alþýðustjórnmál eru auðvitað annað heiti sósíalismans, sem er breiður farvegur réttlætisbaráttu alþýðunnar. Innan þess farvegar rúmast ólíkar áherslur en við njótum þess núna að geta sameinast um eitt markmið; að vinda ofan að skaða nýfrjálshyggjunnar, ná ríkisvaldinu úr höndum auðvaldsins og þjóna þess og hefja endurreisn og uppbyggingu samfélagsins. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun