Kosið var um nafnið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor og kosið milli þriggja nafna: Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður og Hegranesþing.
Í atkvæðagreiðslu hlaut nafnið Skagafjörður meirihluta atkvæða af þeim 2.048 atkvæðum sem greidd voru. Sveitarstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrr í vikunni nýtt nafn sveitarfélagsins einróma með níu atkvæðum.