Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2022 07:30 Javier Tebas, forseti La Liga, er ekki hrifinn af viðskiptaháttum Manchester City og Paris Saint-Germain. Irina R. Hipolito / AFP7 via Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira