Arfleiddur sársauki og samvitund kynslóða í Ásmundarsal Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júní 2022 10:01 Listakonan Julie Lænkholm stendur fyrir sýningu í Ásmundarsal. Aðsend Ásmundarsalur opnar sýningu Julie Lænkholm We The Mountain / Fjallið við, laugardaginn 18. júní klukkan 14:00. Julie Lænkholm, fædd 1985, er dönsk myndlistarkona sem býr og starfar í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hún útskrifaðist frá Parsons í New York og er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í hjartaskurðlækningum, sem hún stundaði á meðan hún lauk listnámi. Með aðstoð danska sendiráðsins og danska myndlistarsjóðsins hefur Lænkholm verið með vinnustofudvöl í Gryfjunni í Ásmundarsal. Sýningin hennar skoðar arfleiddan sársauka og samvitund kynslóða og stendur til 10. júlí næstkomandi. Sýning Lænkholm skoðar arfleiddan sársauka og samvitund kynslóða.Aðsend Villt, mjúk og frökk kvenorka „Ég elska að vinna á Íslandi, það er uppáhalds landið mitt. Það er svo sterk kvenorka hér sem er villt, mjúk og frökk og það er mjög heilandi bæði fyrir hjartað mitt og mína vinnu að detta inn í orkuna hér. Það víkkar hugann hjá mér,“ segir Lænkholm. Föðurfjölskylda hennar kemur frá Húsavík og eftir að Lænkholm útskrifaðist úr Parsons kom hún hingað til landsins og heimsótti Húsavík. „Við fórum í Safnahúsið og í kjallaranum þar var fjölskyldutré af bænum og nöfn foreldra minna voru á því. Það var svo stór upplifun fyrir mig sem litla stelpu að átta mig á því hvaðan ég kæmi.“ Lænkholm kom svo aftur til Íslands og setti upp sýningu í Safnahúsinu. Þar vann hún meðal annars með arkíf safnsins til að kynnast forfeðrum sínum betur sem og söguþræði bæjarins. View this post on Instagram A post shared by A smundarsalur (@asmundarsalur) Ljóð Guðnýjar frá Klömrum Verk Lænkholm eru oft unnin með textíl. Hún notar efni og ull frá ættarbænum sínum Húsavík þar sem hún kynntist jurtalitun í fyrsta sinn og textílaðferðum sem hafa mótað iðkun hennar síðan. Lænkholm telur ljóðstafi og sögu felast í öllu efni. Á þessari sýningu vinnur hún með ljóð Guðnýjar frá Klömbrum (1804-1836), Saknaðarljóð, og skoðar hvernig sársauki en í senn lækning lifir í ljóðinu samtímis. Samlækning og arfleiddur sársauki var rannsóknarefni Lænkholm við vinnu sýningarinnar og hið viðkvæma samband umhyggju og sorgar, þjáningar og lækninga, aðgerða, viðbragða og aðgerðarleysis skapa þannig umgjörðina utan um sýninguna We The Mountain / Fjallið við. „Ég er heltekin af Sit ég og syrgi, ljóði sem Guðný á Klömrum skrifaði 1835 um ástarsorg. Það er einnig fyrsta ljóðið sem er gefið út af konu og þetta ljóð er grunnur að lagi sem verður tekið á opnuninni.“ Hugleiðsla og opin rannsóknarvinna Á hverjum fimmtudegi í aðdraganda sýningarinnar bauð Lænkholm gestum að taka þátt í opinni rannsóknarvinnu sem hét Wool Gathering á vinnustofu sinni í Gryfjunni, Ásmundarsal. Á hverri samkomu deildi gestakennari þekkingu sinni en dæmi um kennara voru Morwenna Bugano (miðill og heilari) , Katrine Bregengaard (fræðimaður og hugleiðslukennari) og Auður Hildur Hákonardóttir (listamaður). „Ég er búin að elska að þróa þessa sýningu hér í Ásmundarsal og þessa opnu rannsókn í Gryfjunni,“ segir Julie og bætir við að hugleiðslan nái til hennar. „Það nær vel utan um mína listsköpun að nota hugleiðslu sem leið til að skilja eða verða nánari viðfangsefninu.“ Lænkholm segir listsenuna hérlendis vera endalausa uppsprettu innblásturs. „Það sem ég elska við hana er að hún þorir að vera rómantísk.“ Listamenn á borð við Ragnar Kjartansson, Lilý Erlu Adamsdóttur og Auði Hildi Hákonardóttur eru í miklu uppáhaldi. „Nýlega sá ég líka stórkostlegt kórverk frá Thomas Stankiewich sem náði mér alveg. Það eru svo margir frábærir listamenn hér og það er mikill heiður að fá að vera hluti af þeim. Sem listamaður er ég aðeins þátttakandi í sköpunarferli verks. Ég reyni að vera farvegur sem leiðir hið ytra niður í gegnum höfuðið og hjartað og út um hendurnar. Þannig get ég búið til hluti sem eru handan minnar ímyndunar og það er miklu áhugaverðara en að ofhugsa verk,“ segir Lænkholm að lokum. Sýningin stendur sem áður segir til 10. júlí næstkomandi. Myndlist Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Julie Lænkholm, fædd 1985, er dönsk myndlistarkona sem býr og starfar í Kaupmannahöfn í Danmörku. Hún útskrifaðist frá Parsons í New York og er einnig menntaður hjúkrunarfræðingur með sérhæfingu í hjartaskurðlækningum, sem hún stundaði á meðan hún lauk listnámi. Með aðstoð danska sendiráðsins og danska myndlistarsjóðsins hefur Lænkholm verið með vinnustofudvöl í Gryfjunni í Ásmundarsal. Sýningin hennar skoðar arfleiddan sársauka og samvitund kynslóða og stendur til 10. júlí næstkomandi. Sýning Lænkholm skoðar arfleiddan sársauka og samvitund kynslóða.Aðsend Villt, mjúk og frökk kvenorka „Ég elska að vinna á Íslandi, það er uppáhalds landið mitt. Það er svo sterk kvenorka hér sem er villt, mjúk og frökk og það er mjög heilandi bæði fyrir hjartað mitt og mína vinnu að detta inn í orkuna hér. Það víkkar hugann hjá mér,“ segir Lænkholm. Föðurfjölskylda hennar kemur frá Húsavík og eftir að Lænkholm útskrifaðist úr Parsons kom hún hingað til landsins og heimsótti Húsavík. „Við fórum í Safnahúsið og í kjallaranum þar var fjölskyldutré af bænum og nöfn foreldra minna voru á því. Það var svo stór upplifun fyrir mig sem litla stelpu að átta mig á því hvaðan ég kæmi.“ Lænkholm kom svo aftur til Íslands og setti upp sýningu í Safnahúsinu. Þar vann hún meðal annars með arkíf safnsins til að kynnast forfeðrum sínum betur sem og söguþræði bæjarins. View this post on Instagram A post shared by A smundarsalur (@asmundarsalur) Ljóð Guðnýjar frá Klömrum Verk Lænkholm eru oft unnin með textíl. Hún notar efni og ull frá ættarbænum sínum Húsavík þar sem hún kynntist jurtalitun í fyrsta sinn og textílaðferðum sem hafa mótað iðkun hennar síðan. Lænkholm telur ljóðstafi og sögu felast í öllu efni. Á þessari sýningu vinnur hún með ljóð Guðnýjar frá Klömbrum (1804-1836), Saknaðarljóð, og skoðar hvernig sársauki en í senn lækning lifir í ljóðinu samtímis. Samlækning og arfleiddur sársauki var rannsóknarefni Lænkholm við vinnu sýningarinnar og hið viðkvæma samband umhyggju og sorgar, þjáningar og lækninga, aðgerða, viðbragða og aðgerðarleysis skapa þannig umgjörðina utan um sýninguna We The Mountain / Fjallið við. „Ég er heltekin af Sit ég og syrgi, ljóði sem Guðný á Klömrum skrifaði 1835 um ástarsorg. Það er einnig fyrsta ljóðið sem er gefið út af konu og þetta ljóð er grunnur að lagi sem verður tekið á opnuninni.“ Hugleiðsla og opin rannsóknarvinna Á hverjum fimmtudegi í aðdraganda sýningarinnar bauð Lænkholm gestum að taka þátt í opinni rannsóknarvinnu sem hét Wool Gathering á vinnustofu sinni í Gryfjunni, Ásmundarsal. Á hverri samkomu deildi gestakennari þekkingu sinni en dæmi um kennara voru Morwenna Bugano (miðill og heilari) , Katrine Bregengaard (fræðimaður og hugleiðslukennari) og Auður Hildur Hákonardóttir (listamaður). „Ég er búin að elska að þróa þessa sýningu hér í Ásmundarsal og þessa opnu rannsókn í Gryfjunni,“ segir Julie og bætir við að hugleiðslan nái til hennar. „Það nær vel utan um mína listsköpun að nota hugleiðslu sem leið til að skilja eða verða nánari viðfangsefninu.“ Lænkholm segir listsenuna hérlendis vera endalausa uppsprettu innblásturs. „Það sem ég elska við hana er að hún þorir að vera rómantísk.“ Listamenn á borð við Ragnar Kjartansson, Lilý Erlu Adamsdóttur og Auði Hildi Hákonardóttur eru í miklu uppáhaldi. „Nýlega sá ég líka stórkostlegt kórverk frá Thomas Stankiewich sem náði mér alveg. Það eru svo margir frábærir listamenn hér og það er mikill heiður að fá að vera hluti af þeim. Sem listamaður er ég aðeins þátttakandi í sköpunarferli verks. Ég reyni að vera farvegur sem leiðir hið ytra niður í gegnum höfuðið og hjartað og út um hendurnar. Þannig get ég búið til hluti sem eru handan minnar ímyndunar og það er miklu áhugaverðara en að ofhugsa verk,“ segir Lænkholm að lokum. Sýningin stendur sem áður segir til 10. júlí næstkomandi.
Myndlist Menning Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira