Þingi frestað fram í september Bjarki Sigurðsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 16. júní 2022 07:08 Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí. Vísir/Vilhelm Fundum Alþingis hefur verið frestað fram í september en það var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem gerði það um klukkan hálftvö í nótt. Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Ýmis mál voru afgreidd á lokametrunum fyrir sumarfrí og má þar nefna auknar endurgreiðslur til stærri kvikmyndaverkefna og þá verður áfengisframleiðendum hérlendis leyft að selja afurðir sínar á framleiðslustað. Þannig mega brugghús, sem eru orðin fjölmörg hér á landi nú selja bjórinn sinn en það var óheimilt áður. Frumvarpið var samþykkt af öllum þeim 54 þingmönnum sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna og þá var samþykkt breytingartillaga sem gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi um næstu mánaðamót, en ekki um áramót eins og frumvarpið gerði upphaflega ráð fyrir. Fyrr um daginn var Rammaáætlun síðan loksins samþykkt, í fyrsta sinn í níu ár sem samstaða næst um það. Þing gæti verið kallað saman í júlí Forsætisráðherra sagði síðan í gærkvöldi að þótt þingfundum væri nú frestað fram á haust áskilji hún sér þó rétt til að kalla þing saman í sumar þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar um hina umdeildu sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka kemur út, en búist er við skýrslunni í júlí. Meðal annarra mála sem flutt voru í gærkvöldi voru þingsályktunartillaga Pírata um vistmorð og fengu Viðreisnarmenn frumvarp sitt sem auðveldar þolendum heimilisofbeldis að fá skilnað. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, var flutningsmaður tillögu Pírata sem snýr að því að fela ríkisstjórninni það að leggja tillögu fyrir þing aðildarríkja Alþjóðlega sakadómstólsins um að vistmorð verði viðurkennt í Rómarsamþykktinni sem brot á alþjóðalögum. Þá skal ríkisstjórnin leggja fram frumvarp til laga á Alþingi um að vistmorð verði bannað í landslögum. Náttúruspjöll á óhugsandi stærðargráðu Tilgangur tillögunnar er að tryggja réttarstöðu náttúrunnar svo hægt sé að berjast fyrir réttlæti í þágu náttúrunnar. Í tilkynningu segir Andrés að náttúruspjöll á nánast óhugsandi stærðargráðu séu framin á hverjum einasta degi af stórfyrirtækjum og stofnunum um allan heim. „Barátta okkar fyrir viðurkenningu vistmorðs sem refsiverðs athæfis og innleiðingu í alþjóðlega og innlenda refsilöggjöf skilaði sér loks í dag þegar Alþingi vísaði þingsályktunartillögu okkar til ríkisstjórnarinnar,“ segir Andrés. Auðveldara fyrir þolendur heimilisofbeldis að skilja Frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferlið fyrir fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka síns eða býr á heimili þar sem barn hefur verið beitt ofbeldi var samþykkt í gær. Héðan í frá geta þolendur krafist lögskilnaðar ef maki gengst við broti sínu eða hefur hlotið dóm fyrir það, fyrir liggja upplýsingar frá lögreglu sem staðfesta útkall vegna heimilisofbeldis, önnur gögn á borð við áverkavottorð eða mat sálfræðings benda til þess að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu makans eða heildarmat á aðstæðum og upplýsingum gefur af öðrum ástæðum tilefni til þess að ætla að það hjóna er krefst skilnaðar, eða barn sem býr hjá þeim, hafi mátt þola ofbeldi af hálfu hins. Hanna Katrín Friðriksdóttir, flutningsmaður frumvarpsins, segir þetta vera miklar réttarbætur fyrir fólk í viðkvæmri stöðu. „Langþráðar úrbætur á hjúskaparlögum eru loks í höfn eftir að Alþingi samþykkti frumvarp Viðreisnar sem auðveldar skilnaðarferli fyrir þolendur heimilisofbeldis. Við í Viðreisn erum stolt ef þessu máli og þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hanna.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Viðreisn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira