Torre samþykkti tilboð frá Barcelona í mars á þessu ári en kláraði tímabilið með Racing Santander sem vann spænsku þriðju deildina á nýafstöðnu tímabili.
Leikmaðurinn var víða eftirsóttur en hann hafnaði meðal annars tilboði frá Real Madrid til þess að semja við Barcelona. Torre hefur verið líkt við spænska ungstirnið Pedri sem hefur slegið í gegn með Barcelona.
Kaupverðið er talið vera um 5 milljónir evra og samningur Torre gildir til ársins 2026.