Salan eykst þó Íslendingar flykkist til útlanda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2022 23:19 Þórður Kristinsson er sölustjóri Útilegumannsins. Vísir/Egill Sala á hjólhýsum er í hæstu hæðum þetta sumarið, þrátt fyrir að frelsið til utanlandsferða sé mun meira en síðustu tvö sumur. Sölumaður telur að kórónuveirufaraldurinn hafi valdið því að fólk hafi uppgötvað landið upp á nýtt. Aukin ferðalög innanlands séu komin til að vera. Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“ Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Þó Íslendingar streymi nú til útlanda, eins og fyrir faraldur, þá er ekkert lát á sölu á hjólhýsum. Útilegumaðurinn er eitt þeirra fyrirtækja sem selur ferðaþyrstum Íslendingum hjólhýsi og aðra ferðavagna. Sölustjóri verslunarinnar segir meira seljast nú en í fyrra. „Þetta ár er ekki verra en síðasta ár og við erum að sjá fleiri sölur núna en í fyrra. Við erum mjög sátt við alla sölu núna,“ segir Þórður Kristinsson, sölustjóri Útilegumannsins. Mikil aukning varð í sölu hjólhýsa sumarið 2020, skömmu eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á þjóðinni, með tilheyrandi takmörkunum á útlandaferðir. Þórður segir það koma nokkuð á óvart að ásóknin nú sé jafn mikil og raun ber vitni, nú þegar útlönd hafa verið opnuð upp á gátt og ferðalög Íslendinga utan landsteinanna farin að aukast á ný. Innanlandsferðalög síðustu tveggja ára hafi greinilega opnað nýjan heim fyrir sumum. „Fólk er að uppgötva landið aftur, og sumir bara í fyrsta skipti.“ Sala á hjólhýsum tók kipp í Covid, en virðist ekki vera á niðurleið þó áhrifa faraldursins gæti mun minna en síðustu tvö sumur.Vísir/Egill Bjuggust þið ekkert við því að þetta myndi ganga til baka þegar útlönd opnuðu aftur? „Auðvitað hugsuðum við um það, en við höfðum skynsemina fyrir okkur og pöntuðum meira heldur en í fyrra. Það er reynslan að fólk er að ferðast innanlands og nei, ég vil meina það að fólk vilji vera hér heima.“ Þannig að þið munuð ekki sitja uppi með stóran lager af ókeyptum hjólhýsum? „Örugglega ekki.“
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira