Segir LIV fyrir eldri kylfinga og þá sem kjósi auðveldu leiðina Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 15:02 Rory McIlroy er klár í slaginn á US Open sem hefst á morgun. Getty/Andrew Redington Rory McIlroy hélt áfram að gagnrýna þá kylfinga sem gengið hafa til liðs við hina umdeildu LIV-mótaröð í golfi þegar hann sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi, í aðdraganda þess að hann mætir þeim á US Open risamótinu sem hefst á morgun. Á meðal kylfinga sem PGA-mótaröðin hefur nú bannað, þar sem að þeir hafa ákveðið að spila á sádi-arabísku LIV-mótaröðinni, eru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Sergio Garcia og Bryson DeChambeau. Þeir verða hins vegar allir með á US Open sem hefst á morgun og etja þar kappi við McIlroy og fleiri. McIlroy segir þessa kylfinga einfaldlega vera að elta peninga og að þeir virðist búnir að sætta sig við að bestu árum ferilsins sé lokið. „Ég skil já, því margir af þessum náungum eru komnir hátt á fimmtugsaldurinn. Í tilviki Phils er hann kominn á sextugsaldur. Já, ég held að allir hér inni taki undir að bestu dagarnir séu að baki hjá þessum kylfingum. Þess vegna skil ég samt ekki af hverju strákar sem eru á svipuðum aldri og ég séu að fara þangað því ég leyfi mér að halda að ég eigi bestu árin enn eftir og tel að það eigi líka við um þá. Þess vegna finnst manni að þeir séu að velja auðveldu leiðina,“ sagði McIlroy. McIlroy, sem er 33 ára, segist hins vegar ekki hafa misst virðinguna fyrir Mickelson, sem síðast vann risamót í fyrra þegar hann fagnaði sigri á PGA meistaramótinu, fimmtugur að aldri. „Hann vann risamót fyrir 13 mánuðum sem er einn stærsti sigur hans á ferlinum og eitt mesta afrek í sögu golfíþróttarinnar. Sem kylfingur ber ég mikla virðingu fyrir Phil. Ég er vonsvikinn yfir því hvernig hann hefur gert hlutina en ég held að hann hafi komið til baka og sýnt ákveðna eftirsjá yfir því sem hann hefur gert, svo ég held að hann hafi lært af þessu,“ sagði McIlroy. Opna bandaríska mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf eins og önnur risamót í golfi. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 15 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira
Á meðal kylfinga sem PGA-mótaröðin hefur nú bannað, þar sem að þeir hafa ákveðið að spila á sádi-arabísku LIV-mótaröðinni, eru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Sergio Garcia og Bryson DeChambeau. Þeir verða hins vegar allir með á US Open sem hefst á morgun og etja þar kappi við McIlroy og fleiri. McIlroy segir þessa kylfinga einfaldlega vera að elta peninga og að þeir virðist búnir að sætta sig við að bestu árum ferilsins sé lokið. „Ég skil já, því margir af þessum náungum eru komnir hátt á fimmtugsaldurinn. Í tilviki Phils er hann kominn á sextugsaldur. Já, ég held að allir hér inni taki undir að bestu dagarnir séu að baki hjá þessum kylfingum. Þess vegna skil ég samt ekki af hverju strákar sem eru á svipuðum aldri og ég séu að fara þangað því ég leyfi mér að halda að ég eigi bestu árin enn eftir og tel að það eigi líka við um þá. Þess vegna finnst manni að þeir séu að velja auðveldu leiðina,“ sagði McIlroy. McIlroy, sem er 33 ára, segist hins vegar ekki hafa misst virðinguna fyrir Mickelson, sem síðast vann risamót í fyrra þegar hann fagnaði sigri á PGA meistaramótinu, fimmtugur að aldri. „Hann vann risamót fyrir 13 mánuðum sem er einn stærsti sigur hans á ferlinum og eitt mesta afrek í sögu golfíþróttarinnar. Sem kylfingur ber ég mikla virðingu fyrir Phil. Ég er vonsvikinn yfir því hvernig hann hefur gert hlutina en ég held að hann hafi komið til baka og sýnt ákveðna eftirsjá yfir því sem hann hefur gert, svo ég held að hann hafi lært af þessu,“ sagði McIlroy. Opna bandaríska mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf eins og önnur risamót í golfi. Bein útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 15 á morgun. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Opna bandaríska LIV-mótaröðin Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Sjá meira