Bæjarar fengu einn eftirsóttasta mann Evrópu á gjafaprís Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 10:31 Ryan Gravenberch er mættur til Bayern. Patrick Goosen/Getty Images Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Hann kemur frá Ajax á sannkölluðu gjafaverði. Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara. Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara.
Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira