Bæjarar fengu einn eftirsóttasta mann Evrópu á gjafaprís Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 10:31 Ryan Gravenberch er mættur til Bayern. Patrick Goosen/Getty Images Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Hann kemur frá Ajax á sannkölluðu gjafaverði. Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara. Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara.
Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira