Apple kaupir réttinn að Arnóri, Róberti, Þorleifi og félögum í MLS-deildinni fyrir metfé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 08:00 Arnór Ingvi í vægast sagt íslensku veðri með New England Revolution. Andrew Katsampes/Getty Images Hugbúnaðarrisinn Apple hefur keypt sýningarréttinn að MLS-deildinni í fótbolta fyrir tvo og hálfan milljarð Bandaríkjadala. Samsvarar það tæplega 332 milljörðum íslenskra króna. Samningurinn gildir til tíu ára. Frá og með næsta ári mun hugbúnaðarfyrirtækið Apple sýna frá öllum leikjum MLS-deildarinnar í fótbolta. Hægt verður að horfa á alla leiki í öllum mögulegum Apple-tækjum. Þá verða ýmiskonar tilboð, árspassar og fleira því um líkt í boði. MLS er efsta deild fótboltans í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum íþróttum þar í landi falla lið hvorki né komast upp um deild. Til að taka þátt í MLS-deildinni þurfa lið að kaupa sig inn í deildina og má áætla að nýr sjónvarpsréttur geri það töluvert dýrara en að sama skapi töluvert hagstæðara. Every club. Every match. Everywhere. Coming to the @AppleTV app, 2023.Details: https://t.co/vkrUm1HzVN pic.twitter.com/jxPBI9aqMn— Major League Soccer (@MLS) June 14, 2022 Í deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn: Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo. Þá varð Guðmundur Þórarinsson meistari með New York City á síðustu leiktíð. Til þessa hefur sjónvarpssamningur deildarinnar ekki verið mikils virði ef miðað er við stærstu íþróttir Bandaríkjanna. Hugbúnaðarrisinn er hins vegar til í að skuldbinda sig til tíu ára og borga fyrir það tæplega 332 milljarða íslenskra króna. Það sem gerir samninginn enn merkilegri er að Apple mun ekki endilega eiga einkarétt á sýningarréttinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á deildina en mögulega mun þetta trekkja fleiri stjörnur að. Hver veit nema Lionel Messi taki tilboði David Beckham og spili fyrir Inter Miami fyrr en síðar. Fótbolti MLS Apple Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Aston Villa | Laugardagskvöld á Anfield Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Sjá meira
Frá og með næsta ári mun hugbúnaðarfyrirtækið Apple sýna frá öllum leikjum MLS-deildarinnar í fótbolta. Hægt verður að horfa á alla leiki í öllum mögulegum Apple-tækjum. Þá verða ýmiskonar tilboð, árspassar og fleira því um líkt í boði. MLS er efsta deild fótboltans í Bandaríkjunum. Líkt og í öðrum íþróttum þar í landi falla lið hvorki né komast upp um deild. Til að taka þátt í MLS-deildinni þurfa lið að kaupa sig inn í deildina og má áætla að nýr sjónvarpsréttur geri það töluvert dýrara en að sama skapi töluvert hagstæðara. Every club. Every match. Everywhere. Coming to the @AppleTV app, 2023.Details: https://t.co/vkrUm1HzVN pic.twitter.com/jxPBI9aqMn— Major League Soccer (@MLS) June 14, 2022 Í deildinni spila nú þrír íslenskir leikmenn: Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution, Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal og Þorleifur Úlfarsson með Houston Dynamo. Þá varð Guðmundur Þórarinsson meistari með New York City á síðustu leiktíð. Til þessa hefur sjónvarpssamningur deildarinnar ekki verið mikils virði ef miðað er við stærstu íþróttir Bandaríkjanna. Hugbúnaðarrisinn er hins vegar til í að skuldbinda sig til tíu ára og borga fyrir það tæplega 332 milljarða íslenskra króna. Það sem gerir samninginn enn merkilegri er að Apple mun ekki endilega eiga einkarétt á sýningarréttinum. Það verður forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á deildina en mögulega mun þetta trekkja fleiri stjörnur að. Hver veit nema Lionel Messi taki tilboði David Beckham og spili fyrir Inter Miami fyrr en síðar.
Fótbolti MLS Apple Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Aston Villa | Laugardagskvöld á Anfield Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Mourinho vill taka við Newcastle United „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Oliver kveður Breiðablik Letti í landsliðshóp Þjóðverja fyrir mistök Sjá meira